Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fellur í 60 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu á mörkuðum í Bandaríkjunum fór niður í 60 dollara á tunnuna í dag. Ástæðan er að vonir manna hafa dvínað um að risavaxin innspýting Kínverja í efnahagslíf sitt muni draga úr kreppunni.

Á sama tíma hefur verðið á Brent-olíunni úr Norðursjó lækkað niður í tæpa 57 dollara á markaðinum í London. Þetta eru lægstu verð á olíu sem sést hafa í 18 mánuði.

Sérfræðingar reikna með að olíuverðið verði á þessum slóðum næstu daga og lækki frekar en hækki. Því til stuðnings nefna þeir að bílasala í Bandaríkjunum í október hefur ekki verið minni í 25 ár og á sama tíma hefur atvinnuleysi ekki verið meira í 14 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×