Viðskipti erlent

Porsche-stjórinn með 12 milljarða kr. í árslaun

Wendelin Wiedeking forstjóri Porsche bílaverksmiðjanna mun þéna árslaun upp á 12 milljarða kr. í ár. Þessi laun koma í kjölfar velheppnaðrar hlutafjáraukingar Porsche í VW sem setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn.

Launasamningurinn sem Wendelin Wiedeking gerði við Porsche fyrir 14 árum síðan er með ákvæði þess eðlis að hann fær 0,9% af árlegum hagnaði fyrirtækisins fyrir skatt í sinn hlut.

Hagnaður Porsche í ár nemur 8,6 milljörðum evra sem einkum er tilkominn vegna þess að Porsche byggði upp hlutafjárstöðu sína í VW úr 36% og í 74% á árinu. Þegar þetta varð opinbert rauk verðið á VW upp úr þakinu og varð VW um tíma verðmesta félag heimsins.

Fjölmargir vogunarsjóðir höfðu tekið skortstöðu í VW þar sem þeir reiknuðu með að hlutabréfin myndi falla í verði eins og hjá öðrum bílaframleiðendum. Í staðinn ruku þau upp um 400%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×