Viðskipti erlent

Risavaxinn afgangur á vöruskiptum Kínverja

Risavaxinn afgangur er á vöruskiptum Kínverja og það veldur áhyggjum um að kínverska efnahagsvélin sé að hægja verulega á sér.

Vöruskiptajöfnuður Kína við útlönd er hagstæður um rúmlega 35 milljarða dollara það sem af er árinu, eða sem svarar til nærri 4.000 milljarða kr..

Útflutningur Kínverja jókst um 19% í október miðað við sama mánuð í fyrra og í september var aukingin 21,5%. Á sama tíma hefur dregið úr innflutningi til landsins.

Efnahagur Kínverja á stærstan hlut að hagvexti í heiminum en hagvöxtur í Kína sjálfu hefur minnkað fimm mánuði í röð. Hann er samt enn hár eða um 9% á ársgrundvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×