Viðskipti erlent

Breskir ellilífeyrisþegar gætu misst fasteignir vegna Landsbankans

Hátt í sex hundruð breskir ellilífeyrisþegar eiga á hættu að missa fasteignir sínar á Spáni í hendur þrotabús Landsbankans í Luxemborg.

 

Það er vegna fjárfestingasjóðs, sem starfaði þar á vegum Landsbankans og fólkið hafði átt viðskipti við. Á vefsíðunni Costablanca.is segir að eftir hrun bankans og lokun sjóðsins í framhaldinu, ráði fæstir ellilífeyrisþeganna við afborganir af fasteignum sínum, þar sem fjármunir, sem áttu að standa undir þeim, eru nú að mestu glataðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×