Viðskipti erlent

Um 4.000 fá endurgreidda farmiða hjá Sterling

Um 4.000 manns, þarf af um 1.000 Danir, munu fá endurgreidda farmiða sína hjá Sterling flugfélaginu. Fólk þetta hafði greitt farmiða sína fyrirfram með alþjóðlegum greiðslukortum áður en Sterling varð gjaldþrota.

Í frétt um málið á politiken.dk kemur fram að um sé að ræða korthafa með Visa eða Mastercard. Hinsvegar megi þeir sem borguðu með Dankort bíta í það súra epli að fá ekki krónu endurgreidda.

Fram kemur í fréttinni að munur sé á hvort viðkomandi borgaði fyrir ferð sína hjá Sterling.dk eða Sterling.com, eða er í gegnum dönsku heimasíðuna en þá alþjóðlegu. Þeir sem greiddu með Dankorti gegnum dönsku heimasíðuna fá ekkert því slíkar greiðslur hafa ígildi staðgreiðslu.

Hvað alþjóðlegu kortafyrirtækin varðar starfa þau eftir alþjóðareglum sem gera þeim kleyft að endurgreiða borganir korthafa fram í tímann í tilfellum sem þessu.

Talið er að endurgreiðslurnar muni nema um 1.500 dönskum kr. eða rúmlega 30.000 kr. að meðaltali fyrir hvern farþega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×