Viðskipti erlent

Örlög Carnegie bankans í Svíþjóð ráðast í dag

Örlög Carnegie bankans í Svíþjóð ráðast í dag. Nánar tiltekið á hádegi að staðartíma í Stokkhólmi er fjármálaeftirlit landsins ákveður hvort Carnegie verði sviptur bankaleyfi sínu eða ekki. Milestone á um 10% í Carnegie í gegnum Moderna Finance.

Tveimur af stærstu hluthöfum bankans, Patrik Enblad og Anders Böös tókst að safna saman 1,2 milljarði sænskra kr. eða um 20 milljörðum kr. í nýtt hlutafé fyrir bankann. Þeir munu þó bíða eftir ákvöðrun fjármálaeftirlitsins (FME).

Enblad og Böös hafa átt í viðræðum við FME í Svíþjóð um málið og m.a. lagt til að allri stjórn Carnegie verði skipt út fyrir nýtt fólk.

Vandræði Carnegie hófst eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs þegar í ljós kom að bankinn hafði tapað einum milljarði sænskra kr., að mestu á einum viðskiptavini. Við þar hurfu lánalínur til bankans og hefur seðlabanki Svíþjóðar verið með hann í gjörgæslu síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×