Fleiri fréttir

Útsölur hafnar í Bandaríkjunum

Smásöluverslanir í Bandaríkjunum lækkuðu verð á vörum sínum í gær í von um að útsölurnar geti bjargað þeim eftir arfaslaka sölu í desember. Janúarútsölur hafa gengið vel undanfarin ár og vonast kaupmenn til þess að engin undantekning verði á nú.

Dræm jólasala í Bandaríkjunum

Jólasalan var dræm í Bandaríkjunum þetta árið. Talsmenn Target Corporation, sem er annað stærsta félagið í Bandaríkjunum á sviði smásölu, segja líklegt að salan hjá þeim hafi dregist saman í desember. Tölur frá Mastercard benda til þess að 2,4% aukning hafi verið í jólaverslun ef frádregin er sala á bensíni og bifreiðum.

Lúxussnekkja Saddam Hussein er til sölu

Fyrir um tvo milljarða króna er nú hægt að festa kaup á lúxussnekkju Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks. Snekkjan sem ber nafnið Ocean Breeze er til sölu hjá snekkjufélaginu Burgess í London.

Betri ávöxtun í eðalvínum en gulli og hlutabréfum

Eðalvín hafa reynst mun betri fjárfesting í ár en bæði gull og hlutabréf. Í grein um málið í breska blaðinu The Independent segir að ávöxtunin á eðalvínum frá Bordeaux hafi numið 39% en til samanburðar hækkaði úrvalsvístalan í kauphöllinni í London (FTSE) aðeins um 3,4% og gull hækkaði í verði um 23% á árinu.

Toyota framleiðir bíla í Rússlandi

Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram.

SAS dæmt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi

SAS flugfélagið á ekki góðar stundir þessa dagana. SAS varð fyrir enn einu áfallinu fyrir helgina þegar dómur gekk gegn því fyrir hæstarétti Noregs. Þar var SAS sakfellt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi.

Jákvætt fyrir reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr

Dönsk rannsókn sýnir fram á að fráfall náins fjölskyldumeðlims forstjóra í fyrirtæki hefur skaðleg áhrif á framleiðni í fyrirtækinu. Hins vegar hefur það jákvæð áhrif á reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr.

Græn jól í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr.

Markaðir í Evrópu taka kipp

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku kipp í morgun við opnun markaða og hækkuðu um tæpt prósent. Í dag er síðasti viðskiptadagur fyrir jólafrí víðast hvar og virðast fjárfestar í jólaskapi.

Mikið tap hjá Morgan Stanley

Morgan Stanley, næststærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, skilaði 5,8 milljarða dala, jafnvirði 356 milljarða króna, tapi á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri afkoma en búist var við. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 2,28 milljarða dala á sama tíma í fyrra.

Útgáfa 24timer heldur áfram hvað sem tautar og raular

Þrátt fyrir gríðarlegt tap mun útgáfu fríblaðsins 24timer verða haldið áfram hvað sem tautar og raular. Þetta segir Lars Munch aðalforstjóri JP/Politikens Hus í samtali við business.dk. 24timer er einn af aðalkeppinautum hins íslenskættaða Nyhedsavisen á fríblaðamarkaðinum í Danmörku.

Norræni fjárfestingabankinn leggur fé í kolefnissjóð

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) leggur 15 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarða kr. í evrópskan kolefnissjóð. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem stuðla að bættu umhverfi með því að kaupa losunarréttindi sem verða til frá og með árinu 2013 þegar Kyótó-sáttmálinn rennur sitt skeið á enda.

Verð á hveiti hefur aldrei verið hærra

Verð á hveiti hefur aldrei verið hærra og hefur hækkunin auk þess ýtt undir hækkun á öðru korni að því er fram kemur á fréttavef Bloomberg.

Sampo biður um leyfi til að fara yfir 10% hlut í Nordea

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem er að stærstum hluta í eigu Existu, hefur farið fram á það við sænska fjármálaeftirlitið að það veiti félaginu leyfi til þess að fara með meira en 10% hlut í Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda.

Sala á kvennfatnaði sýnir að kreppan er að skella yfir

Í þeim taugatitringi sem verið hefur á fjármálamörkuðum heimsins sjá menn ýmis teikn á lofti í undarlegustu hlutum. Nú segir stórblaðið The New York Times að minnkandi sala á kvennfatnaði fyrir þessi jól sýni að kreppan sé rétt handan við hornið í Bandaríkjunum.

Innréttingar Savoy Hotel settar á uppboð

Savoy í London er eitt þekktasta hótel heimsins og nú er allsherjar andlitslyftingu á því lokið. Af þeim sökum verða um 3.000 munir sem voru hluti af eldri innréttingum hótelsins settir á uppboð.

Mánudagsmæða á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.

Rupert Murdoch kaupir Wall Street Journal

Ókrýndur kóngur fjölmiðlaheimsins Rupert Murdoch hefur bætt hinu virta Wall Street Journal í safnið sitt en blaðið hefur verið í eigu Bancroft fjölskyldunnar í áraraðir.

Google í samkeppni við Wikipedia

Internetrisinn Google ætlar sér í samkeppni við hina vinsælu alfræðisíðu Wikipedia á netinu. Ætlunin er að virkja notendur í að miðla upplýsingum um efni sem þeir þekkja líkt og Wikipedia gerir.

Lufthansa kaupir í JetBlue

Lufthansa, flaggskip Þýskalands í flugbransanum og næst stærsta flugfélag í Evrópu hefur keypt 19 % hlut í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue.

Verðbólga umfram spár í Bandaríkjunum

Verðbólga jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent og hefur ekki verið meiri í tvö ár.

Olíudropinn dýrari í dag en í gær

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag. Verðið hefur verið á nokkurri uppleið í vikunni í kjölfar þess að olíubirgðir drógust óvænt saman í Bandaríkjunum.

Laura Ashley kaupir í Moss Bros

Breska kvenfata- og húsvörukeðjan Laura Ashley hefur keypt rúman þriggja prósenta hlut í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Baugur, sem er stærsti hluthafi verslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut, hefur verið orðaður við yfirtöku á Moss Bros í vikunni fyrir allt að fimm milljarða króna.

Led Zeppelin blæs lífi í HMV útgáfuna

Hin gamalgróna tónlistarútgáfa HMV hefur verið á fallandi fæti allt árið eða þar til ljóst var að hljómsveitin Led Zeppelin myndi koma saman aftur.

Klámframleiðendur í stríð gegn ókeypis klámi

Tónlistarheimurinn hefur lengi barist gegn ókeypis niðurhali á tónlist og nú ætla klámframleiðendur að feta í sömu fótspor. Þeir hafa sagt ókeypis niðurhali á klámi stríð á hendur.

Shell ætlar að framleiða eldsneyti úr þara

Hollenski olíurisinn Shell hefur ákveðið að fjármagna tilraunir til að framleiða lífrænt eldsneyti úr þara. Hefur Shell stofnað nýtt fyrirtæki, Cellana, með aðsetri á Hawaii-eyjum þar sem tilraunirnar munu fara fram.

Nýr stjóri í brúnni hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup hefur fengið nýjan forstjóra. Sá heitir Vikrum Pandit og tekur við Charles Prince, sem tók poka sinn í nóvember eftir að bankinn greindi frá því að hann þyrfti að afskrifa heila 17 milljarða dala, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, úr bókum sínum vegna tapaðra útlána.

Hlutabréf lækka eftir stýrivaxtalækkun

Hlutabréf féllu verulega í verði í kauphöllinni í New York efftir að Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um 0,.25% lækkun stýrivaxta í gær. Dow Jones féll um 300 stig í viðskiptum dagsins.

Töluverð lækkun á Wall Street

Hlutabréf féllu í Kauphöllinni á Wall Street í dag eftir að tilkynnt var um 25 punkta lækkun stýrivaxta þar í landi. Margir fjárfestar höfðu búist við enn meiri lækkun stýrivaxta og því er talið að fall hlutabréfanna megi rekja til óánægju með ákvörðun Seðlabankans. Dow Jones vísitalan féll um 294.26 punkta, eða um 2,14%. Standard & Poor's féll um 38.33 stig eða 2,53% og Nasdaq féll um 66.60 punkta eða 2,45%, samkvæmt Reuters fréttastofunni.

Vextir lækkaðir um 25 punkta

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á fundi sínum í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25%. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á þremur mánuðum. Hagfræðingar bjuggust fyrirfram við þessari niðurstöðu og margir telja nauðsynlegt að Seðlabankinn lækki vexti sína enn frekar

Putin býr til kjarnorkurisa í Rússlandi

Vladimir Putin forseti Rússlands hefur ákveðið að steypa saman öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum í landinu sem vinna á sviði kjarnorku í eitt risafyrirtæki.

Danskar konur vilja helst kaupa bréf í bönkum

Danskar konur elska hlutabréf í bönkum. Á meðal 50 uppáhalds hlutabréfa þeirra eru 24 í bönkum. Karlar aftur á móti eru með 17 hlutabréf í bönkum á sínum lista.

Gengi í Moss Bros hefur hækkað um 17% í morgun

Gengi bresku karlfatakeðjunnar Moss Bros hefur hækkað um tæp 17% síðan markaðir opnuðu í morgun. Ástæða hækkunarinnar eru sögusagnir um að Baugur Group hyggist gera yfirtökutilboð í félagið.

Dagens Industri segir Sampo vilja skipa upp Nordea

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri segir að ætlun Sampo með því að yfirtaka hlut sænska ríkisins í Nordea sé að skipta upp bankanum. Selja stóra hluta hans og reka svo bankann með Björn Wahlross forstjóra Sampo sem stjórnarformann.

Sjá næstu 50 fréttir