Viðskipti erlent

Putin býr til kjarnorkurisa í Rússlandi

Vladimir Putin forseti Rússlands hefur ákveðið að steypa saman öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum í landinu sem vinna á sviði kjarnorku í eitt risafyrirtæki.

Með þessu er ætlunin að gera Rússland aftur að stórveldi á sviði hins alþjóðlega kjarnorkumarkaðar í heiminum. Hið nýja fyrirtæki á að keppa um kúnna og saminga við hið franska Areva og bandaríska Westinghouse sem að vísu er nú í eigu Toshiba.

Hið nýja fyirtæki hefur hlotið nafnið Atomenergoprom og mun fyrirhuguð ársvelta þess nema um 8 milljörðum dollara eða sem svarar 480 milljörðum kr.

Meðal verkefna Atomenergoprom á næstu árum verður að reisa tvö ný kjarnorkuver í Rússlandi á ári og hefst sú vinna árið 2012. Með þessu er ætlunin að auk hlut kjarnorku í orkuiðnaði landsins úr 16% og upp í 30%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×