Viðskipti erlent

Innréttingar Savoy Hotel settar á uppboð

Savoy í London er eitt þekktasta hótel heimsins og nú stendur andlitslyfting fyrir dyrum á því. Af þeim sökum verða um 3.000 munir sem tengjast innréttingum hótelsins settir á uppboð í vikunni.

Meðal þeirra muna sem hægt er að bjóða í á uppboðinu eru 24 verðmætar ljósakrónur, dansgólf úr eik, 200 ólík sett af gardínum og ekta Steinway flygill.

Savoy er þekkt sem áningarstaður þeirra ofurríku og frægu. Þar hafa gist persónur á borð við Charlie Chaplin, Winston Churchill, Marlyn Monroe og Bítlarnir svo dæmi séu tekin. Svo ef þú vilt smásnertingu af hinum frægu eru um 200 hóteldýnur til sölu, með rúmfötunum og fleiru tilheyrandi.

Savoy var byggt 1889 en kostnaðurinn við andlitslyftinguna kostaði yfir tíu milljarða kr. eða að meðaltali rúmlega 40 milljónir kr. á hvert herbergi.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×