Viðskipti erlent

Gengi í Moss Bros hefur hækkað um 17% í morgun

Gengi bresku karlfatakeðjunnar Moss Bros hefur hækkað um tæp 17% síðan markaðir opnuðu í morgun. Ástæða hækkunarinnar eru sögusagnir um að Baugur Group hyggist gera yfirtökutilboð í félagið.

Morgunkorn greiningar Glitnis segir frá þessu. Gengi bréfa Moss Bros hafði lækkað um 51% frá áramótum fyrir hækkunina í dag en félagið tilkynnti í síðustu viku að hagnaður þess á seinnihluta ársins yrði undir væntingum markaðarins.

 

Unity Investment (félag í eigu Baugs Group, FL Group og Kevin Stanford) á 28,5% í Moss Bros. Miðað við gengi bréfa Moss Bros eftir opnun markaða í morgun nemur markaðsvirði félagsins um 40,7 milljónum punda eða sem svarar um 5,1 milljarða kr.

Hlutur FL Group í Unity Investment er 37,5% en miðað við það er virði óbeins hlutar FL Group í Moss Bros um 547 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×