Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka eftir stýrivaxtalækkun

Hlutabréf féllu verulega í verði í kauphöllinni í New York efftir að Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um 0,.25% lækkun stýrivaxta í gær. Dow Jones féll um 300 stig í viðskiptum dagsins.

Ástæðan fyrir því að bréfin féllu er að fjármálasérfræðingar telja þessa vaxtalækkun alltof litla til að mæta þeim þrengingum sem bandarískt efnahagslíf glímir við þessa stundina. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á þremur mánuðum.

Hlutabréf féllu einnig á mörkuðum í Asíu og reiknað er með að kauphallir í Evrópu byrji daginn á rauðum tölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×