Viðskipti erlent

Sampo ræðst til atlögu gegn Nordea

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo hefur í dag aukið hlut sinn í Nordea úr 7,5% og í 8,6%. Þar með blæs Sampo meira lífi í orðróminn um áhuga þess á að kaupa tæplega 20% hlut sænska ríkisins í Nordea.

 

Greint var frá því á Vísir.is í gær að aðalforstjóri Sampo, Björn Wahlross, hafi áætlun um kaupin á hlut sænska ríkisins. Sampo á ekki í erfiðleikum með að fjármagna þau kaup eftir að félagið seldi Sampo bank til Peter Straarup og Danske bank fyrr í ár. Exista er einn stærsti hluthafinn í Sampo, á um 20%.

 

Vísir greindi frá frétt í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri um að Sampo hyggist skipta Nordea bankanum upp, selja hluta hans og að Björn Wahlross verði síðan stjórnarformaður bankans.

 

Fjallað er um málið í börsen.dk í morgun og þar segir að hvorki Nordea eða Sampo vilji tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×