Viðskipti erlent

Norræni fjárfestingabankinn leggur fé í kolefnissjóð

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) leggur 15 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarða kr. í evrópskan kolefnissjóð. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem stuðla að bættu umhverfi með því að kaupa losunarréttindi sem verða til frá og með árinu 2013 þegar Kyótó-sáttmálinn rennur sitt skeið á enda.

Það er Evrópski fjárfestingabankinn sem átti hugmyndina að sjóðnum og auk NIB munu þýski Kreditanstalt für Wiederaufbau, Instituto de Crédito Oficial á Spáni og jafnvel fleiri stofnanir taka þátt í fjármögnun.

-Við gerum ráð fyrir að sjóðurinn hefji starfsemi sína veturinn 2008. Það er okkar mat að einkageirinn sé ekki undir það búinn að takast á við það óöryggi sem skapast á tímabilinu eftir gildistíma Kyótó-sáttmálans. Aftur á móti getur þessi hópur alþjóðlegra fjármálastofnana og svæðisbundinna þróunarbanka skapað virðisauka, segir Harro Pitkänen, þróunarstjóri hjá NIB í frétt um málið á norden.org






Fleiri fréttir

Sjá meira


×