Viðskipti erlent

Lufthansa kaupir í JetBlue

Lufthansa hefur keypt í JetBlue
Lufthansa hefur keypt í JetBlue

Lufthansa, flaggskip Þýskalands í flugbransanum og næst stærsta flugfélag í Evrópu hefur keypt 19 % hlut í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue.

Hluturinn sem Lufthansa er að kaupa er metinn á um 300 milljon dollara. „Einhverjir myndu segja þetta skrýtna fjárfestingu," segir Betsy Snyder hjá Standard & Poor´s um kaupin hjá Lufthansa. „Vegna þess að þeir eru nú þegar tengdir inn í United Airlines, sem er samkeppnisaðili JetBlue að vissu leyti."

Fyrir Lufthansa gæti þetta hinsvegar verið spennandi kostur fyrir flug þeirra á milli New York og Þýskalands og þá sérstaklega frá Frankfurt og Munchen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×