Fleiri fréttir Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni. 6.12.2007 12:57 Óvænt stýrivaxtalækkun í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar. 6.12.2007 12:08 Roman fjárfestir í gullnámu Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna. 6.12.2007 09:07 Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða. 5.12.2007 14:52 Rússar saka McDonalds aftur um skattsvik Rússneska skattstofan hefur í annað sinn sakað McDonalds hamborgarakeðjuna um skattsvik í Rússlandi. 5.12.2007 11:07 Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. 5.12.2007 09:26 Rak 7.500 starfsmenn, þarf nú sjálfur að hætta Ed Zander forstjóri farsímafyrirtækisins Motorola þarf nú sjálfur að feta í fótspor þeirra 7.500 starfsmanna Motorola sem hann hefur rekið á þessu ári. 4.12.2007 11:09 JP/Politiken tapar yfir milljarði króna Blaðaútgáfan JP/Politikens Hus reiknar með að tapa yfir milljarði króna á þessu ári. Tapið er að mestu tilkomið vegna útgáfu fríblaðsins 24timer. 4.12.2007 10:45 RBS afskrifi 250 milljarða Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakreppunnar á Bandaríkjamarkaði. 4.12.2007 06:00 Bank of Scotland afskrifar 2 milljarða punda vegna undirmálslána Reiknað er með að stjórn Royal Bank of Scotland muni í þessari viku gera grein fyrir hversu mikið bankinn þarf að afskrifa vegna undirmálslánakrísunnar á Bandaríkjamarkaði. Talið er að afskriftirnar muni í heild nema um tveimur milljörðum pund eða yfir 250 milljörðum kr. 3.12.2007 10:53 Tölvuleikjarisar sameinast Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum. 3.12.2007 09:41 Glæta í Bandaríkjunum Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun. 2.12.2007 16:39 SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum. 1.12.2007 16:31 Facebook dregur í land með kaupupplýsingar Stjórnendur Facebook vefsins hafa látið undan þrýstingin notenda og leyft þeim að stýra betur hvort upplýsingar um kauphegðan þeirra eru birtar öllum sem nota vefinn. 1.12.2007 12:17 Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti. 30.11.2007 13:52 Bilun hjá Danska Bank skilur 80.000 Dani eftir blanka Yfir 80.000 danskir launþegar fá ekki ánægjulegt upphaf á desember-mánuði. Tölvukerfi Danske Bank brotnaði niður í nótt og það þýðir að launþegarnir fá ekki laun sín útborguð fyrr en á mánudag en þeir áttu að fá þau í dag. 30.11.2007 12:11 Kínverskir og arabískir ofursjóðir hleypa lífi í markaðinn Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. 30.11.2007 11:23 Telur ekkert athugavert við 7 milljarða kr. árslaun Aðalforstjóri Porche, Wendelin Wiedeking, er kominn út á hálann ís eftir að ónafngreindir heimildarmenn innan fyrirtækisins upplýstu að árslaun hans nema um 7 milljörðum kr. 30.11.2007 10:05 Rússneskur auðjöfur dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik Dómstóll í Moskvu hefur dæmt rússneska auðjöfurinn Boris Berezovsky í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Boris Berezovsky var ekki viðstaddur dóminn en hann býr nú í London. 29.11.2007 16:57 Skodaverksmiðjunar flytja inn verkamenn frá Víetnam Skoda hefur neyðst til að flytja inn verkamenn frá Víetnam í verksmiðjur sínar í Tékklandi sökum skorts á innlendur vinnuafli. Tékkar, sem og aðrar Austur-Evrópuþjóðir, leita mikið til vinnu vestur á bóginn og þetta hefur skapað skort á vinnuafli í landinu. 29.11.2007 16:34 Vaxtaálag hækkar sem aldrei fyrr Libor vextir á eins mánaðar millibankalánum í evrum hafa aldrei hækkað eins mikið á milli daga eins og nú eða um 64 punkta, upp í 4,81% 29.11.2007 15:35 Forstjóri E-Trade hættur Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna. 29.11.2007 14:30 AMR lætur undan þrýstingi og selur eignir AMR, móðurfélag American Airlines, tilkynnti í gær að það áformaði að selja bandaríska flugfélagið American Eagle á næsta ári. 29.11.2007 12:02 Súkkulaðisamráð til rannsóknar í Kanada Samkeppniseftirlit Kanada hefur nú til rannsóknar meint verðsamráð stærstu risana á súkkulaðimarkaðinum þar í landi. Nær rannsóknin til fyrirtækjana Nestle, Cadbury, Hershey og Mars. 29.11.2007 11:14 Eldur veldur hækkun olíuverðs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna. 29.11.2007 10:30 Dönsk fyrirtæki eyða tæpum 8 milljörðum kr. í jólagjafir Forráðamenn danskra fyrirtækja dæla út jólagjöfum til starfsmanna sinna sem aldrei fyrr. Samkvæmt könnun Danska vinnuveitendasambandsins nemur heildarupphæðin í ár 740 milljónum dkr. eða tæpum 8 milljörðum kr. 29.11.2007 10:12 Úrvalsvísitalan í Hong Kong hækkaði Úrvalsvísitalan í Hong Kong hækkaði um 4,1% við í gær eftir að stjórnendur Seðlabankans gáfu til kynna að vextir myndu lækka. Hang Seng vísitalan endaði í 28.482 stigum. Gert er ráð fyrir að það muni lifna yfir Asíumörkuðum nú í lok árs þegar líklegt er að vextir í Bandaríkjunum muni lækka og búið að ákveða að auka hlutabréf í Citigroup fyrirtækinu. 29.11.2007 09:07 Danir slá met í notkun auglýsinga á netinu Danir nota sífellt meira fé til að kaupa auglýsingapláss á netsíðum þar í landi. Í ár hafa öll fyrri met verið slegin en auglýsingamagnið er 69% meira en á sama tíma í fyrra. 28.11.2007 11:18 Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. 28.11.2007 10:54 Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. 28.11.2007 10:03 Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. 27.11.2007 21:33 Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. 27.11.2007 15:32 Kreppudraugurinn bankar á dyrnar í kauphöllum ytra Það er ekki bara í kauphöllinni hérlendis sem allar tölur hafa verið rauðar í dag. Þetta á einnig við um kauphallir í Evrópu. Er nú svo komið að fjármálaskýrendur eru farnir að tala um að kreppudraugurinn sé farin að banka á dyrnar. 27.11.2007 14:35 Offita gesta ógnar Disney World Það þykir eðlilegt að mæla hæð gesta í skemmtigörðum til að athuga hvort þeim sé óhætt í rússibananum. Nú þarf hinsvegar að vikta þá suma, allavega ef marka má fréttir frá Disney World. Offita gesta þar gæti staðið garðinum fyrir þrifum. 27.11.2007 13:06 Carnegie og Nordea líklegust skotmörk yfirtöku í Svíþjóð Carnegie og Nordea eru þau fjármálafyrirtæki í Svíþjóð sem talin eru tvö af þremur líklegustu skotmörkum fyrir yfirtöku á næsta ári. Íslenskir fjárfestar tengjast báðum þessum félögum. 27.11.2007 11:44 Commerzbank orðaður við tvo banka Þýski bankinn Commerzbank, sem FL Group á rúmlega fjögurra prósenta hlut í, hefur verið orðaður við tvo banka, annan í Þýskalandi og hinn í Rússlandi 26.11.2007 21:39 Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. 26.11.2007 16:26 Orðrómur um að Google sé að kaupa Skype Mikill orðrómur er kominn á kreik um að Google sé að festa kaup á Skype af eBay og raunar að forráðamenn Google og eBay séu raunar langt komnir með samning um kaupin. 26.11.2007 12:52 Virgin fær að bjóða fyrst í Northern Rock Bresk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Virgin Money, fyrirtæki Richard Branson, muni fá forgangsrétt til að bjóða í hlutafé Northern Rock bankans og yfirtaka hann. 26.11.2007 11:19 Markaðir í Asíu í uppsveiflu í dag Markaðir í Asíu eru í uppsveiflu í dag. Ástæðan er meðal annars mun hærri sölutölur úr bandaríska verslunargeiranum á föstudag en vænst hafði verið. 26.11.2007 09:09 Sala á Svarta föstudeginum upp rúm 8% Bandarískir neytendur eyddu 652 milljörðum íslenskra króna á kauplausa deginum á föstudag sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Smásalar héldu tilboðum á raftækjum og leikföngum að kaupendum til að auka sölu. Þetta er hækkun um 8,3 prósent frá síðasta Svarta föstudeginum, eins og hann er gjarnan kallaður. 25.11.2007 13:41 Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. 24.11.2007 15:34 Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. 23.11.2007 18:48 Dollarinn að komast á gjörgæsludeild Dollarinn veikist stöðugt á alþjóðamörkuðum og í morgun fór gengi hans undir 5 krónur danskar en það hefur ekki gerst síðan 1978. 23.11.2007 11:11 Tekjur Hewlett-Packard yfir 100 milljarðar dollara Tekjur Hewlett-Packard síðustu 12 mánuði voru 104,3 milljarðar dollara eða um 6500 milljarðar króna. 23.11.2007 09:15 Sjá næstu 50 fréttir
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni. 6.12.2007 12:57
Óvænt stýrivaxtalækkun í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar. 6.12.2007 12:08
Roman fjárfestir í gullnámu Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna. 6.12.2007 09:07
Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða. 5.12.2007 14:52
Rússar saka McDonalds aftur um skattsvik Rússneska skattstofan hefur í annað sinn sakað McDonalds hamborgarakeðjuna um skattsvik í Rússlandi. 5.12.2007 11:07
Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. 5.12.2007 09:26
Rak 7.500 starfsmenn, þarf nú sjálfur að hætta Ed Zander forstjóri farsímafyrirtækisins Motorola þarf nú sjálfur að feta í fótspor þeirra 7.500 starfsmanna Motorola sem hann hefur rekið á þessu ári. 4.12.2007 11:09
JP/Politiken tapar yfir milljarði króna Blaðaútgáfan JP/Politikens Hus reiknar með að tapa yfir milljarði króna á þessu ári. Tapið er að mestu tilkomið vegna útgáfu fríblaðsins 24timer. 4.12.2007 10:45
RBS afskrifi 250 milljarða Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakreppunnar á Bandaríkjamarkaði. 4.12.2007 06:00
Bank of Scotland afskrifar 2 milljarða punda vegna undirmálslána Reiknað er með að stjórn Royal Bank of Scotland muni í þessari viku gera grein fyrir hversu mikið bankinn þarf að afskrifa vegna undirmálslánakrísunnar á Bandaríkjamarkaði. Talið er að afskriftirnar muni í heild nema um tveimur milljörðum pund eða yfir 250 milljörðum kr. 3.12.2007 10:53
Tölvuleikjarisar sameinast Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum. 3.12.2007 09:41
Glæta í Bandaríkjunum Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun. 2.12.2007 16:39
SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum. 1.12.2007 16:31
Facebook dregur í land með kaupupplýsingar Stjórnendur Facebook vefsins hafa látið undan þrýstingin notenda og leyft þeim að stýra betur hvort upplýsingar um kauphegðan þeirra eru birtar öllum sem nota vefinn. 1.12.2007 12:17
Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti. 30.11.2007 13:52
Bilun hjá Danska Bank skilur 80.000 Dani eftir blanka Yfir 80.000 danskir launþegar fá ekki ánægjulegt upphaf á desember-mánuði. Tölvukerfi Danske Bank brotnaði niður í nótt og það þýðir að launþegarnir fá ekki laun sín útborguð fyrr en á mánudag en þeir áttu að fá þau í dag. 30.11.2007 12:11
Kínverskir og arabískir ofursjóðir hleypa lífi í markaðinn Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. 30.11.2007 11:23
Telur ekkert athugavert við 7 milljarða kr. árslaun Aðalforstjóri Porche, Wendelin Wiedeking, er kominn út á hálann ís eftir að ónafngreindir heimildarmenn innan fyrirtækisins upplýstu að árslaun hans nema um 7 milljörðum kr. 30.11.2007 10:05
Rússneskur auðjöfur dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik Dómstóll í Moskvu hefur dæmt rússneska auðjöfurinn Boris Berezovsky í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Boris Berezovsky var ekki viðstaddur dóminn en hann býr nú í London. 29.11.2007 16:57
Skodaverksmiðjunar flytja inn verkamenn frá Víetnam Skoda hefur neyðst til að flytja inn verkamenn frá Víetnam í verksmiðjur sínar í Tékklandi sökum skorts á innlendur vinnuafli. Tékkar, sem og aðrar Austur-Evrópuþjóðir, leita mikið til vinnu vestur á bóginn og þetta hefur skapað skort á vinnuafli í landinu. 29.11.2007 16:34
Vaxtaálag hækkar sem aldrei fyrr Libor vextir á eins mánaðar millibankalánum í evrum hafa aldrei hækkað eins mikið á milli daga eins og nú eða um 64 punkta, upp í 4,81% 29.11.2007 15:35
Forstjóri E-Trade hættur Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna. 29.11.2007 14:30
AMR lætur undan þrýstingi og selur eignir AMR, móðurfélag American Airlines, tilkynnti í gær að það áformaði að selja bandaríska flugfélagið American Eagle á næsta ári. 29.11.2007 12:02
Súkkulaðisamráð til rannsóknar í Kanada Samkeppniseftirlit Kanada hefur nú til rannsóknar meint verðsamráð stærstu risana á súkkulaðimarkaðinum þar í landi. Nær rannsóknin til fyrirtækjana Nestle, Cadbury, Hershey og Mars. 29.11.2007 11:14
Eldur veldur hækkun olíuverðs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna. 29.11.2007 10:30
Dönsk fyrirtæki eyða tæpum 8 milljörðum kr. í jólagjafir Forráðamenn danskra fyrirtækja dæla út jólagjöfum til starfsmanna sinna sem aldrei fyrr. Samkvæmt könnun Danska vinnuveitendasambandsins nemur heildarupphæðin í ár 740 milljónum dkr. eða tæpum 8 milljörðum kr. 29.11.2007 10:12
Úrvalsvísitalan í Hong Kong hækkaði Úrvalsvísitalan í Hong Kong hækkaði um 4,1% við í gær eftir að stjórnendur Seðlabankans gáfu til kynna að vextir myndu lækka. Hang Seng vísitalan endaði í 28.482 stigum. Gert er ráð fyrir að það muni lifna yfir Asíumörkuðum nú í lok árs þegar líklegt er að vextir í Bandaríkjunum muni lækka og búið að ákveða að auka hlutabréf í Citigroup fyrirtækinu. 29.11.2007 09:07
Danir slá met í notkun auglýsinga á netinu Danir nota sífellt meira fé til að kaupa auglýsingapláss á netsíðum þar í landi. Í ár hafa öll fyrri met verið slegin en auglýsingamagnið er 69% meira en á sama tíma í fyrra. 28.11.2007 11:18
Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. 28.11.2007 10:54
Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. 28.11.2007 10:03
Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. 27.11.2007 21:33
Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. 27.11.2007 15:32
Kreppudraugurinn bankar á dyrnar í kauphöllum ytra Það er ekki bara í kauphöllinni hérlendis sem allar tölur hafa verið rauðar í dag. Þetta á einnig við um kauphallir í Evrópu. Er nú svo komið að fjármálaskýrendur eru farnir að tala um að kreppudraugurinn sé farin að banka á dyrnar. 27.11.2007 14:35
Offita gesta ógnar Disney World Það þykir eðlilegt að mæla hæð gesta í skemmtigörðum til að athuga hvort þeim sé óhætt í rússibananum. Nú þarf hinsvegar að vikta þá suma, allavega ef marka má fréttir frá Disney World. Offita gesta þar gæti staðið garðinum fyrir þrifum. 27.11.2007 13:06
Carnegie og Nordea líklegust skotmörk yfirtöku í Svíþjóð Carnegie og Nordea eru þau fjármálafyrirtæki í Svíþjóð sem talin eru tvö af þremur líklegustu skotmörkum fyrir yfirtöku á næsta ári. Íslenskir fjárfestar tengjast báðum þessum félögum. 27.11.2007 11:44
Commerzbank orðaður við tvo banka Þýski bankinn Commerzbank, sem FL Group á rúmlega fjögurra prósenta hlut í, hefur verið orðaður við tvo banka, annan í Þýskalandi og hinn í Rússlandi 26.11.2007 21:39
Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. 26.11.2007 16:26
Orðrómur um að Google sé að kaupa Skype Mikill orðrómur er kominn á kreik um að Google sé að festa kaup á Skype af eBay og raunar að forráðamenn Google og eBay séu raunar langt komnir með samning um kaupin. 26.11.2007 12:52
Virgin fær að bjóða fyrst í Northern Rock Bresk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Virgin Money, fyrirtæki Richard Branson, muni fá forgangsrétt til að bjóða í hlutafé Northern Rock bankans og yfirtaka hann. 26.11.2007 11:19
Markaðir í Asíu í uppsveiflu í dag Markaðir í Asíu eru í uppsveiflu í dag. Ástæðan er meðal annars mun hærri sölutölur úr bandaríska verslunargeiranum á föstudag en vænst hafði verið. 26.11.2007 09:09
Sala á Svarta föstudeginum upp rúm 8% Bandarískir neytendur eyddu 652 milljörðum íslenskra króna á kauplausa deginum á föstudag sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Smásalar héldu tilboðum á raftækjum og leikföngum að kaupendum til að auka sölu. Þetta er hækkun um 8,3 prósent frá síðasta Svarta föstudeginum, eins og hann er gjarnan kallaður. 25.11.2007 13:41
Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. 24.11.2007 15:34
Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. 23.11.2007 18:48
Dollarinn að komast á gjörgæsludeild Dollarinn veikist stöðugt á alþjóðamörkuðum og í morgun fór gengi hans undir 5 krónur danskar en það hefur ekki gerst síðan 1978. 23.11.2007 11:11
Tekjur Hewlett-Packard yfir 100 milljarðar dollara Tekjur Hewlett-Packard síðustu 12 mánuði voru 104,3 milljarðar dollara eða um 6500 milljarðar króna. 23.11.2007 09:15