Viðskipti erlent

Danskar konur vilja helst kaupa bréf í bönkum

Danskar konur elska hlutabréf í bönkum. Á meðal 50 uppáhalds hlutabréfa þeirra eru 24 í bönkum. Karlar aftur á móti eru með 17 hlutabréf í bönkum á sínum lista.

Þetta er niðurstaða könnunnar sem birt var í blaðinu 24timer. Athugað var hvort munur væri á kynjunum eftir því í hvernig félögum þau fjárfestu í á hlutabréfamarkaðinum.

Í ljós kom að þau 10 félög sem konur fjárfesta mest í eru eingöngu bankar og sparisjóðir.

Hvað karlana varðar er um allt önnur félög að ræða. Félög sem karlar fjárfesta nær eingöngu í eru fótboltafélög eins og Bröndby og félög tengd fótbolta eins og Parken. Þá eru karlmenn í miklum meirihluta sem fjárfestar í flugfélögum eins og SAS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×