Viðskipti erlent

Sala á kvennfatnaði sýnir að kreppan er að skella yfir

Í þeim taugatitringi sem verið hefur á fjármálamörkuðum heimsins sjá menn ýmis teikn á lofti í undarlegustu hlutum. Nú segir stórblaðið The New York Times að minnkandi sala á kvennfatnaði fyrir þessi jól sýni að kreppan sé rétt handan við hornið í Bandaríkjunum.

Einkaneysla er það sem keyrir bandaríska hagkerfið áfram og einn af hornsteinum einkaneyslunnar er sala á kvennfatnaði. New York Times segir að salan á kvennfatnaði fyrir þessi jól hafi valdið miklum vonbrigðum og það fá aðvörunarbjöllurnar til að hringja.

Samkvæmt upplýsingum frá MasterCard er salan á kvennfatnað í Bandaríkjunum um 6% minni fyrir þessi jól en þau síðustu. Greinendur segja að þetta skýrist einkum af almennum samdrætti í hagkerfinu og að konur hafi ekki eins mikið fé milli handanna og áður. "Þessi þróun veldur áhyggjum enda stendur salan á kvennfatnaði undir stórum hluta af smásöluversluninni," segir New York Times.

Það vekur hinsvegar athygli að sala á karlfatnaði hefðu aukist frá því í fyrra um 4,5% en það virðist ekki skipta neinum sköpum í þessu samhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×