Viðskipti erlent

Rupert Murdoch kaupir Wall Street Journal

Rupert Murdoch vill að Wall Street Journal verði samkeppnishæft við New York Times.
Rupert Murdoch vill að Wall Street Journal verði samkeppnishæft við New York Times.

Ókrýndur kóngur fjölmiðlaheimsins Rupert Murdoch hefur bætt hinu virta Wall Street Journal í safnið sitt en blaðið hefur verið í eigu Bancroft fjölskyldunnar í áraraðir.

Murdoch reyddi fram litla 5 billion dollara en Wall Street Journal er nú orðin hluti af News Corp. sem er í eigu Murdochs. Hann er ekki bara öflugur í Bandaríkjunum því hann á einnig marga af stærstu fjölmiðum Bretlands. Margir segja að Murdoch sé eini maðurinn sem græði á því að eiga fjölmiðla.

Búast má við miklum breytingum á þessu virta viðskiptablaði og hefur nýtt stjórnunarteymi þegar verið kynnt til sögunnar. Murdoch hefur gefið það út að hann vilji að Wall Street Journal verði samkeppnishæft við New York Times.

Í Bretlandi eru miðlar eins og The Sun og Sunday Times í eigu kappans en í Bandaríkjunum á hann Fox sjónvarpsstöðina, New York Post og eitt vinsælasta slúðurtímarit landsins, Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×