Viðskipti erlent

Dagens Industri segir Sampo vilja skipa upp Nordea

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri segir að ætlun Sampo með því að yfirtaka hlut sænska ríkisins í Nordea sé að skipta upp bankanum. Selja stóra hluta hans og reka svo bankann með Björn Wahlross forstjóra Sampo sem stjórnarformann.

Exista er einn stærsti hluthafinn í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo með um 20% hlut. Í dag á Sampo 7,5% í Nordea en sá hlutur hefur verið byggður upp yfir lengri tíma. Fái Sampo að kaupa hlut sænska ríkisins í Nordea mun fyrirtækið eiga 27,4% af bankanum.

Frétt Dagens Industri byggir á ónafngreindum heimildum innan Sampo en hvorki talsmenn fyrirtækisins né talsmenn Nordea vilja tjá sig opinberlega um málið.

Það eru fleiri en Sampo sem renna hýru auga til hlut sænska ríkisins í Nordea. Meðal þeirra má nefna Danske Bank, SEB, DnB, NOR og Handelsbanken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×