Fleiri fréttir Rio Tinto kaupir Alcan Bresk-ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur lagt fram samþykkt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Samkvæmt því myndi Rio Tinto greiða jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna fyrir Alcan. 12.7.2007 11:19 Forstjóralaunin fryst Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur til Johns Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 11.7.2007 05:30 Fyrirtæki sektuð fyrir mótþróa Yfirvöld í Afríkuríkinu Simbabve hafa sektað rúmlega 1.300 fyrirtæki þar í landi síðastliðinn hálfan mánuð og handtekið stjórnendur 33 fyrirtækja fyrir að bregðast ekki við tilskipun stjórnvalda frá í enda júní sem kveður á um að fyrirtæki lækki verð fyrir vöru og þjónustu um helming. Aðgerðin er hugsuð til að þrýsta verðbólgu í landinu niður. 11.7.2007 05:00 Árslaun á einum degi 11.7.2007 03:30 Skanska dæmt fyrir samráð Hópur sænskra verktakafyrirtækja, þar á meðal Skanska AB og NCC AB, fékk í gær á sig dóm fyrir að hafa sameinast um tilboð í vegavinnuverkefni á árunum 1997 til 2001. 11.7.2007 03:15 Viðskipti lykillinn að lýðræðisþróun Í þróunarlandi á borð við Malaví hafa íbúarnir megináhyggjur af því að finna næstu máltíð fyrir fjölskylduna. Stjórnarfar og þjóðmál mæta afgangi. Lýðræðisþróun er enda skammt komin í landinu, einungis eru þrettán ár síðan Malaví hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar og fjórtán síðan að einræðisherrann Hastings Banda sleppti taumunum eftir þrjátíu ára ógnarstjórn. 11.7.2007 03:00 Matchboxmaður deyr Jack Odell, frumkvöðull og annar tveggja stofnenda breska leikjaframleiðandans Matchbox, er látinn. Hann var 87 ára að aldri. Odell, sem var verkfræðingur að mennt, fékk hugmyndina að Matchbox-bílunum árið 1947 þegar dóttir hans fékk þá skipun frá kennara sínum í barnaskóla að hún mætti einungis taka það leikfang með sér í skólann sem gæti rúmast í eldspýtustokki. 11.7.2007 02:00 Hið hlýja hjarta Afríku Í Malaví búa 13,6 milljónir manna. Landið er í suð-austanverðri Afríku og á landamæri að Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Malaví er landlukt en Malavívatn, sem er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku og hið níunda stærsta í veröldinni, þekur um tuttugu prósent flatarmáls landsins. 11.7.2007 01:45 Barist um Barney‘s Japanska fatakeðjan Fast Retailing Co. lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s. Tilboðið, sem hljóðar upp á 900 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 55 milljarða íslenskra króna, er annað tilboðið á um hálfum mánuði sem berst í verslunina. 11.7.2007 01:15 Bankarnir standa samdráttinn af sér Tap fjármálastofnana vegna tapaðra útlána og samdráttar á bandaríska fasteignalánamarkaði, sem hófst í mars, getur numið 52 milljörðum bandaríkjadala, rúmum 3.000 milljörðum íslenskra króna. Þetta segja greinendur hjá alþjóðabankanum Credit Suisse í nýrri skýrslu sem þeir hafa tekið saman um langtímaáhrif samdráttarins. 11.7.2007 01:00 Prada til sölu Ítalska tískuhúsið Prada er til sölu fyrir um 250 milljarða íslenskra króna. Tískuhúsið er að mestu í eigu Miuccia Prada og eiginmanns hennar. Líklegt þykir að fjöldi fjárfestingarfélaga og einstaklinga girnist Prada enda um rótgróið tískumerki að ræða. Miuccia Prada hefur lengi haft áhuga á að skrá fyrirtækið á markað en ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er. 11.7.2007 01:00 Ryanair í mál við Evrópusambandið Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair íhugar þessa dagana að fara í mál gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Ryanair telur að sambandið hafi horft framhjá ríkisstyrkjum fyrir hin ýmsu flugfélög. 11.7.2007 00:45 Kanadadalur spyrnir gegn krónunni Þótt krónan hafi styrkst mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum heims á árinu hafa ekki allar myntir látið undan oki hennar. Kanadadalur hefur haldist sterkur á árinu gagnvart helstu gjaldmiðlum heims þar sem spákaupmenn telja að hátt verð á hráolíu muni örva hagvöxt í landinu. 11.7.2007 00:30 Uppskeruhátið í tölvuleikjaheiminum Tölvuleikja-spekúlantar setja sig nú í stellingar fyrir E3 Expo, stærstu tölvuleikjahátíð heims. Hátíðin fer fram í Santa Monica í Kaliforníu og stendur yfir dagana 11. til 13 júlí. Þar verða meðal annars kynntir tölvuleikir sem væntanlegir eru á markað og farið verður yfir helstu tíðindi í tölvuleikjaheiminum undanfarin ár. 9.7.2007 17:42 10 miljónir horfðu á Live Earth á vefnum Heimsmet var slegið í áhorfi á einn viðburð í gegnum veraldarvefinn þegar Live Earth tónleikahátíðin fór fram á laugardaginn. Tölvurisinn Microsoft fullyrðir að 10 miljónir manns hafi fylgst með atburðinum á netinu. 9.7.2007 14:55 Olíuverðið lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. 9.7.2007 12:59 Launagreiðslur Brownes frystar Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 9.7.2007 10:00 Starfa saman að þróun tengitvinnbíla Ford bílaframleiðandinn ætlar í samstarf við raforkufyrirtæki í Kaliforníu um að auka veg svokallaða tengitvinnbíla, sem hægt er að hlaða í venjulegum innstungum. Tengitvinnbílar myndu gera þeim sem keyra styttri vegalengdir kleift að keyra nær eingöngu á rafmagni. 7.7.2007 11:19 Sensex-vísitalan í methæðum Sensex-vísitalan rauk í methæðir við lokun markaða á Indlandi í gær þegar hún rauf 15.000 stiga múrinn. 7.7.2007 06:00 NASA kaupir geimklósett fyrir 1,2 milljarða Bandaríska geimferðastofnunin hefur keypt rússneskt klósettkerfi fyrir 1,2 milljarða íslenskra króna. Þessu rándýra klósetti verður komið fyrir í bandaríska hluta alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 6.7.2007 17:47 Olíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum. 6.7.2007 11:00 Japanar bjóða í Barneys Japanska fatakeðjan Fast Retailing hefur boðið 900 milljónir bandaríkjadala, tæpa 56 milljarða króna, í bandarísku verslanakeðjuna Barneys. Þetta er annað yfirtökutilboðið sem berst í verslanakeðjuna sem rekur verslanir víða um Bandaríkin. Hitt kom frá arabíska fjárfestingasjóðnum Istithmar upp á 825 milljónir dala, rétt rúman 51 milljarð, fyrir um hálfum mánuði. 6.7.2007 09:24 Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. 6.7.2007 02:15 Kwik Save sett í greiðslustöðvun Breska verslunarkeðjan Kwik Save hefur verið sett í greiðslustöðvun. Níutíu verslanir sem heyra undir keðjuna munu loka. Fimmtíu og sex aðrar verslanir verða reknar áfram undir merkinu Fresh Express. 5.7.2007 17:58 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í samræmi við það sem greinendur höfðu gert ráð fyrir. Stýrivextir hafa farið síhækkandi á svæðinu síðastliðið eitt og hálft ár og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár. 5.7.2007 12:47 Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 5,75 prósent. Þetta er í takt við væntingar en lengi búist við að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni. 5.7.2007 11:34 Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Asíu í dag en greinendur gera ráð fyrir því að eldsneytisbirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Birgðirnar hafa dregist saman vestanhafs undanfarnar vikur. 5.7.2007 10:05 Hlutabréf féllu í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 5,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ við lokun viðskipta í Kína í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að aukinn fjöldi fyrirtækjaskráninga á hlutabréfamarkað og hlutafjáraukningar muni veikja markaðinn. 5.7.2007 09:20 Metsekt fyrir samkeppnisbrot Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. 4.7.2007 13:24 KKR skráð á markað Fjárfestingasjóðurinn KKR ætlar að feta í fótspor bandaríska félagsins Blackstone og skrá félagið á markað vestanhafs í kjölfar útboðs með bréf í félaginu. Fjárfestingasjóðir hafa í auknum mæli horft til þess sækja sér aukið á almennum markaði til að auka fjárfestingagetu sína. 4.7.2007 12:00 Alcoa kíkir ekki í bækur Alcan Kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hefur neitað bandaríska álframleiðandanum Alcoa, sem rekur álver við Reyðarfjörð, að að skoða bókhald fyrirtækisins. Alcoa hefur ýjað að því að það geti hugsað sér að bæta yfirtökutilboð sitt í Alcan, sem hljóðar upp á 28 milljarða dala, jafnvirði 1.739 milljarða íslenskra króna. 4.7.2007 11:17 Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé. 4.7.2007 09:37 Allofmp3 lokað Rússnesk yfirvöld hafa lokað rússnesku tónlistarveitunni allofmp3.com, en þar hefur fram til þessa verið hægt að kaupa tónlist til niðurhals á niðursettu verði. 4.7.2007 08:00 NimbleGen vex innan Roche Svissneski lyfjarisinn Roche ætlar að kaupa líftæknifyrirtækið NimbleGen, sem er með rannsóknastofu í Grafarholtinu. Kaupverð nemur tæpum sautján milljörðum króna. 4.7.2007 06:00 Allt hækkar í Hong Kong Hlutabréfavísitölur í Hong Kong standa í hæstu hæðum. Íbúum hefur fjölgað um fjörutíu prósent síðan Kínverjar tóku við lyklavöldum. 4.7.2007 05:00 Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Samkomulag er sagt hafa náðst um ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal. Starfsfólk blaðsins gekk á dyr. 4.7.2007 03:45 Metvelta á OMX Dagleg hlutabréfaviðskipti í OMX-kauphallarsamstæðunni námu 454,5 milljörðum íslenskra króna að meðaltali fyrstu sex mánuði ársins. Um er að ræða rúmlega níu prósenta aukningu sé miðað við veltu síðustu tólf mánaða. Að meðaltali fóru fram 186,094 viðskipti á degi hverjum. 4.7.2007 03:30 Indverjar græða á úthýsingum Fimm prósent þjóðartekna Indverja verða til vegna úthýsinga. Gert er ráð fyrir 2.400 milljarða króna tekjum á árinu. 4.7.2007 03:00 Pundið í methæðum Breska pundið hefur styrkst gríðarlega gagnvart Bandaríkjadal undanfarin misseri og nú er svo komið að fyrir eitt breskt pund fást rúmlega 2,02 Bandaríkjadalir. Pundið hefur ekki staðið styrkara gagnvart Bandaríkjadal í 26 ár. 4.7.2007 02:45 Vopnahléi lýkur í Nígeríu Uppreisnarmenn í MEND-flokknum, sem berjast fyrir því að Níger-árósasvæðið öðlist sjálfstæði frá Nígeríu, hafa lýst því yfir að vopnahléi sem staðið hefur undanfarinn mánuð sé lokið. Níger-árósarnir eru helsta olíuframleiðslusvæði Nígeríu. 4.7.2007 01:30 Norvik fær Ba3 Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur veitt Norvik banka í Lettlandi lánshæfiseinkunnina Ba3, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mats á skammtímaskuldbindingum „Non-Prime“. Horfur eru stöðugar varðandi allar einkunnir. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 4.7.2007 00:45 Nýliðinn fær milljarða Forráðamenn Portland Trailblazers vona að Greg Oden fylgi í fótspor Clyde „The Glide“ Drexler. 4.7.2007 00:30 Fjarskiptakóngur ríkasti maður í heimi Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er orðinn ríkasti maður í heimi, að því er breska blaðið Guardian fullyrðir 3.7.2007 23:27 Nokia er umhverfisvænst Farsímaframleiðandinn Nokia er umhverfisvænsti raftækjaframleiðandinn samkvæmt nýjum lista frá Greenpeace. Sony er á botninum í fjórtánda og síðasta sæti listans. 3.7.2007 14:22 Hráolía lækkar í verði Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga. 3.7.2007 10:47 Sjá næstu 50 fréttir
Rio Tinto kaupir Alcan Bresk-ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur lagt fram samþykkt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Samkvæmt því myndi Rio Tinto greiða jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna fyrir Alcan. 12.7.2007 11:19
Forstjóralaunin fryst Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur til Johns Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 11.7.2007 05:30
Fyrirtæki sektuð fyrir mótþróa Yfirvöld í Afríkuríkinu Simbabve hafa sektað rúmlega 1.300 fyrirtæki þar í landi síðastliðinn hálfan mánuð og handtekið stjórnendur 33 fyrirtækja fyrir að bregðast ekki við tilskipun stjórnvalda frá í enda júní sem kveður á um að fyrirtæki lækki verð fyrir vöru og þjónustu um helming. Aðgerðin er hugsuð til að þrýsta verðbólgu í landinu niður. 11.7.2007 05:00
Skanska dæmt fyrir samráð Hópur sænskra verktakafyrirtækja, þar á meðal Skanska AB og NCC AB, fékk í gær á sig dóm fyrir að hafa sameinast um tilboð í vegavinnuverkefni á árunum 1997 til 2001. 11.7.2007 03:15
Viðskipti lykillinn að lýðræðisþróun Í þróunarlandi á borð við Malaví hafa íbúarnir megináhyggjur af því að finna næstu máltíð fyrir fjölskylduna. Stjórnarfar og þjóðmál mæta afgangi. Lýðræðisþróun er enda skammt komin í landinu, einungis eru þrettán ár síðan Malaví hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar og fjórtán síðan að einræðisherrann Hastings Banda sleppti taumunum eftir þrjátíu ára ógnarstjórn. 11.7.2007 03:00
Matchboxmaður deyr Jack Odell, frumkvöðull og annar tveggja stofnenda breska leikjaframleiðandans Matchbox, er látinn. Hann var 87 ára að aldri. Odell, sem var verkfræðingur að mennt, fékk hugmyndina að Matchbox-bílunum árið 1947 þegar dóttir hans fékk þá skipun frá kennara sínum í barnaskóla að hún mætti einungis taka það leikfang með sér í skólann sem gæti rúmast í eldspýtustokki. 11.7.2007 02:00
Hið hlýja hjarta Afríku Í Malaví búa 13,6 milljónir manna. Landið er í suð-austanverðri Afríku og á landamæri að Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Malaví er landlukt en Malavívatn, sem er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku og hið níunda stærsta í veröldinni, þekur um tuttugu prósent flatarmáls landsins. 11.7.2007 01:45
Barist um Barney‘s Japanska fatakeðjan Fast Retailing Co. lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s. Tilboðið, sem hljóðar upp á 900 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 55 milljarða íslenskra króna, er annað tilboðið á um hálfum mánuði sem berst í verslunina. 11.7.2007 01:15
Bankarnir standa samdráttinn af sér Tap fjármálastofnana vegna tapaðra útlána og samdráttar á bandaríska fasteignalánamarkaði, sem hófst í mars, getur numið 52 milljörðum bandaríkjadala, rúmum 3.000 milljörðum íslenskra króna. Þetta segja greinendur hjá alþjóðabankanum Credit Suisse í nýrri skýrslu sem þeir hafa tekið saman um langtímaáhrif samdráttarins. 11.7.2007 01:00
Prada til sölu Ítalska tískuhúsið Prada er til sölu fyrir um 250 milljarða íslenskra króna. Tískuhúsið er að mestu í eigu Miuccia Prada og eiginmanns hennar. Líklegt þykir að fjöldi fjárfestingarfélaga og einstaklinga girnist Prada enda um rótgróið tískumerki að ræða. Miuccia Prada hefur lengi haft áhuga á að skrá fyrirtækið á markað en ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er. 11.7.2007 01:00
Ryanair í mál við Evrópusambandið Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair íhugar þessa dagana að fara í mál gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Ryanair telur að sambandið hafi horft framhjá ríkisstyrkjum fyrir hin ýmsu flugfélög. 11.7.2007 00:45
Kanadadalur spyrnir gegn krónunni Þótt krónan hafi styrkst mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum heims á árinu hafa ekki allar myntir látið undan oki hennar. Kanadadalur hefur haldist sterkur á árinu gagnvart helstu gjaldmiðlum heims þar sem spákaupmenn telja að hátt verð á hráolíu muni örva hagvöxt í landinu. 11.7.2007 00:30
Uppskeruhátið í tölvuleikjaheiminum Tölvuleikja-spekúlantar setja sig nú í stellingar fyrir E3 Expo, stærstu tölvuleikjahátíð heims. Hátíðin fer fram í Santa Monica í Kaliforníu og stendur yfir dagana 11. til 13 júlí. Þar verða meðal annars kynntir tölvuleikir sem væntanlegir eru á markað og farið verður yfir helstu tíðindi í tölvuleikjaheiminum undanfarin ár. 9.7.2007 17:42
10 miljónir horfðu á Live Earth á vefnum Heimsmet var slegið í áhorfi á einn viðburð í gegnum veraldarvefinn þegar Live Earth tónleikahátíðin fór fram á laugardaginn. Tölvurisinn Microsoft fullyrðir að 10 miljónir manns hafi fylgst með atburðinum á netinu. 9.7.2007 14:55
Olíuverðið lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. 9.7.2007 12:59
Launagreiðslur Brownes frystar Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 9.7.2007 10:00
Starfa saman að þróun tengitvinnbíla Ford bílaframleiðandinn ætlar í samstarf við raforkufyrirtæki í Kaliforníu um að auka veg svokallaða tengitvinnbíla, sem hægt er að hlaða í venjulegum innstungum. Tengitvinnbílar myndu gera þeim sem keyra styttri vegalengdir kleift að keyra nær eingöngu á rafmagni. 7.7.2007 11:19
Sensex-vísitalan í methæðum Sensex-vísitalan rauk í methæðir við lokun markaða á Indlandi í gær þegar hún rauf 15.000 stiga múrinn. 7.7.2007 06:00
NASA kaupir geimklósett fyrir 1,2 milljarða Bandaríska geimferðastofnunin hefur keypt rússneskt klósettkerfi fyrir 1,2 milljarða íslenskra króna. Þessu rándýra klósetti verður komið fyrir í bandaríska hluta alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 6.7.2007 17:47
Olíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum. 6.7.2007 11:00
Japanar bjóða í Barneys Japanska fatakeðjan Fast Retailing hefur boðið 900 milljónir bandaríkjadala, tæpa 56 milljarða króna, í bandarísku verslanakeðjuna Barneys. Þetta er annað yfirtökutilboðið sem berst í verslanakeðjuna sem rekur verslanir víða um Bandaríkin. Hitt kom frá arabíska fjárfestingasjóðnum Istithmar upp á 825 milljónir dala, rétt rúman 51 milljarð, fyrir um hálfum mánuði. 6.7.2007 09:24
Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. 6.7.2007 02:15
Kwik Save sett í greiðslustöðvun Breska verslunarkeðjan Kwik Save hefur verið sett í greiðslustöðvun. Níutíu verslanir sem heyra undir keðjuna munu loka. Fimmtíu og sex aðrar verslanir verða reknar áfram undir merkinu Fresh Express. 5.7.2007 17:58
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í samræmi við það sem greinendur höfðu gert ráð fyrir. Stýrivextir hafa farið síhækkandi á svæðinu síðastliðið eitt og hálft ár og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár. 5.7.2007 12:47
Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 5,75 prósent. Þetta er í takt við væntingar en lengi búist við að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni. 5.7.2007 11:34
Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Asíu í dag en greinendur gera ráð fyrir því að eldsneytisbirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Birgðirnar hafa dregist saman vestanhafs undanfarnar vikur. 5.7.2007 10:05
Hlutabréf féllu í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 5,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ við lokun viðskipta í Kína í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að aukinn fjöldi fyrirtækjaskráninga á hlutabréfamarkað og hlutafjáraukningar muni veikja markaðinn. 5.7.2007 09:20
Metsekt fyrir samkeppnisbrot Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. 4.7.2007 13:24
KKR skráð á markað Fjárfestingasjóðurinn KKR ætlar að feta í fótspor bandaríska félagsins Blackstone og skrá félagið á markað vestanhafs í kjölfar útboðs með bréf í félaginu. Fjárfestingasjóðir hafa í auknum mæli horft til þess sækja sér aukið á almennum markaði til að auka fjárfestingagetu sína. 4.7.2007 12:00
Alcoa kíkir ekki í bækur Alcan Kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hefur neitað bandaríska álframleiðandanum Alcoa, sem rekur álver við Reyðarfjörð, að að skoða bókhald fyrirtækisins. Alcoa hefur ýjað að því að það geti hugsað sér að bæta yfirtökutilboð sitt í Alcan, sem hljóðar upp á 28 milljarða dala, jafnvirði 1.739 milljarða íslenskra króna. 4.7.2007 11:17
Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé. 4.7.2007 09:37
Allofmp3 lokað Rússnesk yfirvöld hafa lokað rússnesku tónlistarveitunni allofmp3.com, en þar hefur fram til þessa verið hægt að kaupa tónlist til niðurhals á niðursettu verði. 4.7.2007 08:00
NimbleGen vex innan Roche Svissneski lyfjarisinn Roche ætlar að kaupa líftæknifyrirtækið NimbleGen, sem er með rannsóknastofu í Grafarholtinu. Kaupverð nemur tæpum sautján milljörðum króna. 4.7.2007 06:00
Allt hækkar í Hong Kong Hlutabréfavísitölur í Hong Kong standa í hæstu hæðum. Íbúum hefur fjölgað um fjörutíu prósent síðan Kínverjar tóku við lyklavöldum. 4.7.2007 05:00
Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Samkomulag er sagt hafa náðst um ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal. Starfsfólk blaðsins gekk á dyr. 4.7.2007 03:45
Metvelta á OMX Dagleg hlutabréfaviðskipti í OMX-kauphallarsamstæðunni námu 454,5 milljörðum íslenskra króna að meðaltali fyrstu sex mánuði ársins. Um er að ræða rúmlega níu prósenta aukningu sé miðað við veltu síðustu tólf mánaða. Að meðaltali fóru fram 186,094 viðskipti á degi hverjum. 4.7.2007 03:30
Indverjar græða á úthýsingum Fimm prósent þjóðartekna Indverja verða til vegna úthýsinga. Gert er ráð fyrir 2.400 milljarða króna tekjum á árinu. 4.7.2007 03:00
Pundið í methæðum Breska pundið hefur styrkst gríðarlega gagnvart Bandaríkjadal undanfarin misseri og nú er svo komið að fyrir eitt breskt pund fást rúmlega 2,02 Bandaríkjadalir. Pundið hefur ekki staðið styrkara gagnvart Bandaríkjadal í 26 ár. 4.7.2007 02:45
Vopnahléi lýkur í Nígeríu Uppreisnarmenn í MEND-flokknum, sem berjast fyrir því að Níger-árósasvæðið öðlist sjálfstæði frá Nígeríu, hafa lýst því yfir að vopnahléi sem staðið hefur undanfarinn mánuð sé lokið. Níger-árósarnir eru helsta olíuframleiðslusvæði Nígeríu. 4.7.2007 01:30
Norvik fær Ba3 Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur veitt Norvik banka í Lettlandi lánshæfiseinkunnina Ba3, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mats á skammtímaskuldbindingum „Non-Prime“. Horfur eru stöðugar varðandi allar einkunnir. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 4.7.2007 00:45
Nýliðinn fær milljarða Forráðamenn Portland Trailblazers vona að Greg Oden fylgi í fótspor Clyde „The Glide“ Drexler. 4.7.2007 00:30
Fjarskiptakóngur ríkasti maður í heimi Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er orðinn ríkasti maður í heimi, að því er breska blaðið Guardian fullyrðir 3.7.2007 23:27
Nokia er umhverfisvænst Farsímaframleiðandinn Nokia er umhverfisvænsti raftækjaframleiðandinn samkvæmt nýjum lista frá Greenpeace. Sony er á botninum í fjórtánda og síðasta sæti listans. 3.7.2007 14:22
Hráolía lækkar í verði Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga. 3.7.2007 10:47