Viðskipti erlent

Bankarnir standa samdráttinn af sér

Samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði og töpuð útlán geta kostað fjármálastofnanir allt að 3.000 milljarða króna, að mati Credit Suisse.
Samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði og töpuð útlán geta kostað fjármálastofnanir allt að 3.000 milljarða króna, að mati Credit Suisse. Markaðurinn/AFP

Tap fjármálastofnana vegna tapaðra útlána og samdráttar á bandaríska fasteignalánamarkaði, sem hófst í mars, getur numið 52 milljörðum bandaríkjadala, rúmum 3.000 milljörðum íslenskra króna. Þetta segja greinendur hjá alþjóðabankanum Credit Suisse í nýrri skýrslu sem þeir hafa tekið saman um langtímaáhrif samdráttarins.



Stærstu töpin eru komin til vegna lána til sjóða, sem gerðu sérstaklega út á lán til þeirra hópa sem mestur samdráttur varð hjá í mars. Markhópurinn voru einstaklingar, sem voru með lélegt lánshæfi og á svörtum lista lánastofnana.



Skýrsluhöfundar segja fjármálastofnanir geta vel tekið við útlánatöpunum. Þær muni hins vegar hugsa sig vel um áður en þær fara út í viðlíka gjörning.



Bandarískir bankar koma verr út úr samdrættinum en þeir evrópsku. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir evrópsku eru íhaldssamir og ekki jafn áhættusæknir og þeir bandarísku, að mati greinenda Credit Suisse.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×