Viðskipti lykillinn að lýðræðisþróun 11. júlí 2007 03:00 Með áveitum og vatnsdælum hefur herra Khombe tekist að margfalda uppskeruna. Herra Khombe hefur komið átta börnum á legg; sá elsti er læknir og tvö þeirra yngri kennarar. Hans æðsti draumur er að selja afurðir sínar erlendis. Fréttablaðið/Jón Skaftason Í þróunarlandi á borð við Malaví hafa íbúarnir megináhyggjur af því að finna næstu máltíð fyrir fjölskylduna. Stjórnarfar og þjóðmál mæta afgangi. Lýðræðisþróun er enda skammt komin í landinu, einungis eru þrettán ár síðan Malaví hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar og fjórtán síðan að einræðisherrann Hastings Banda sleppti taumunum eftir þrjátíu ára ógnarstjórn. Stjórnmálamenn landsins eru spilltir, ístöðulausir og þrætugjarnir. Raunar eru þeir gjarnan uppnefndir kamelljónin vegna þess hversu títt þeir skipta um skoðun eftir hentugleika. Á síðasta löggjafarþingi voru þrjú frumvörp samþykkt, hið fjórða, sem laut að því að gera fjórtánda mai að almennum frídegi, strandaði í þingnefnd. Þingmenn létu sig þó ekki muna um að samþykkja aukafjárveitingar til byggingar þinghúss í miðri höfuðborginni Lilongwe. Gríðarlegt mannvirki í rómverskum stíl, með dórískum súlum og öllu tilheyrandi, sem þýtur upp á ógnarhraða. Forseti landsins, dr. Bingu wa Mutharika, hefur setið í embætti síðan árið 2004. Mutharika, sem byrjaði ágætlega í starfi, þykir hafa sýnt einræðistilburði undanfarin misseri. Hvert sem komið er hanga myndir af forsetanum; í verslunum, opinberum stofnunum og á heimilum. Mutharika er þó töluvert skárri en forverinn, Bakili Muluzi, sem sakaður var um að hafa stolið maísuppskeru landsmanna eitt árið og notað hana til byggja upp gríðarleg auðævi meðan þjóðin svalt. Muluzi er langríkasti maður landsins og dreymir um að endurheimta forsetastólinn. Mutharika er enda var um sig og er sagður hafa fyrirskipað saksóknurum að krossfesta Muluzi, sem hann kallar „guðföður í mafíustíl".Svöngu fólki sama um stjórnarfariðMóttökuathöfn í Mtandire Tekið var á móti blaðamanni með afrískum söngvum og dönsum. Konurnar á myndinni leggja stund á sápuframleiðslu og selja sápustykki á markaðnum. Hvert stykki kostar tíu íslenskar krónur. Fremst má sjá áhöldin sem notuð eru til framleiðslunnar. Fréttablaðið/Jón SkaftasonÞjóðarátak um lýðmenntun væri ef til vill íslensk þýðing á malavísku samtökunum The National Initiative for Civic Education (NICE). Samtökin voru stofnuð fyrir malavísku þingkosningarnar 2000 og höfðu þann starfa að virkja kjósendur, fræða þá um lýðræðisferlið og styrkja stoðir lýðræðis í landinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Evrópusambandsins og malavískra stjórnvalda, sem jafnan syngja háværa lýðræðissöngva á tyllidögum. Hugmyndafræði NICE byggist á því að viðskipti séu lykillinn að lýðræðisþróun. Samtökin vinna í grasrót samfélagsins, útsendarar eru sendir í þorpin og íbúunum veitt aðstoð við að koma fyrirtækjum á koppinn. Ekki er þó um fyrirtæki í vestrænum skilningi að ræða. Í strákofaþorpum Malaví þarf engar kennitölur og hlutafélagaskrá er eitthvað sem ekki þekkist. Fyrirtækin byggjast á framleiðslu sem síðan er farið með á markaðinn einu sinni í viku. „Lýðræðisþjóðfélög verða ekki til á einum degi. Svöngu fólki er alveg sama hvort forseti landsins er kosinn í almennum kosningum eða skipaður af föður sínum. Okkar hugmynd er sú að hjálpa fólki að koma undir sig fótunum þannig það eigi í sig og á, og reyna að breiða út lýðræðishugmyndir í leiðinni," segir Gift Phiri, starfsmaður NICE í Lilongwe. Sápustykki á tíu krónurMtandire nefnist eitt úthverfa Lilongwe- borgar. Hverfið, eins og raunar borgin öll, er lítið annað en samansafn hefðbundinna strákofaþorpa þar sem einungis þorpshöfðingjarnir hafa ráð á bárujárnsþaki yfir höfuðið. Íbúarnir vita að von er á blaðamanni frá Íslandi og hafa skipulagt móttökuathöfn. Blaðamanni er boðið til sérstaks hásætis, þar sem sessunautarnir eru ekki af verri endanum; þorpshöfðingjar, héraðsleiðtogar og önnur merkimenni. Athygli vekur að kynjahlutföll meðal foringjanna eru næsta jöfn. Gift Phiri segir það beina afleiðingu af lýðræðisfræðslunni. „Fólkið skilur að í lýðræðisríkjum verða allir að fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri." Athöfnin er í hefðbundnum afrískum stíl. Konurnar í þorpinu syngja og dansa, höfðingjarnir keppast við ræðuhöld. Líklega fengju þeir nokkuð mörg mínusstig í Morfís, enda áherslan á lengd fremur en gæði. Viðstöddum þykir þakkarræða blaðamanns líklega fremur snubbótt; fimm mínútur og það þrátt fyrir að túlkurinn talaði helminginn af tímanum. Konurnar í þorpinu hafa tekið upp sápuframleiðslu. Þó er það ekki svo að starfsmenn NICE komi á mótorhjólum og setji upp sápuverksmiðju í miðju þorpinu. Allt er gert í samráði við þorpsbúa. „Frumkvæðið verður að koma frá fólkinu. Konurnar stungu sjálfar upp á sápugerðinni. Okkar hlutverk var einungis að finna sápugerðarmenn sem gætu kennt þeim handtökin. Nú hefur þekkingin fest sig í sessi og þær eldri kenna þeim yngri," segir Gift Phiri. Sápustykkin eru handunnin og seljast að sögn vel á markaðnum. Hvert stykki kostar tuttugu malavíska kwatsa, eða sem nemur tíu íslenskum krónum. Í landi þar sem meðaltekjur eru einn hundraðshluti þess sem gerist hér á landi skipta slíkar fjárhæðir sköpum. Þorpið er líflegt og hefur að sögn tekið stakkaskiptum. Þar sem áður var eymd og örbirgð er nú von. Skrifstofan á akrinum„Hungur og fátækt" svöruðu karlmennirnir í Mtandire þegar starfsmenn NICE spurðu hver væru helstu vandamál þorpsbúa og ákváðu að landbúnaður væri lausnarorðið. NICE aðstoðaði bændurna við að setja á laggirnar sérstaka tíu til fimmtán manna hópa sem starfa saman, skiptast á ráðum, tækjum og búnaði. Bændurnir sækja síðan námskeið á vegum NICE þar sem kenndar eru grunnkenningar í viðskipta- og hagfræði, bókhald og markaðssetning. „Ég á átta börn. Sá elsti er læknir og tvö þeirra yngri eru kennarar. Mér tókst að greiða fyrir skólagöngu þeirra með því að yrkja landið," segir George Salomon Khombe, leiðtogi Tasaukira-bændahópsins í Mtandire. Herra Khombe er stórglæsilegur maður, hávaxinn og vörpulegur, klæddur í hvít jakkaföt með blátt háskólabindi „Ég er er enginn skrifstofumaður, heldur bóndi af lífi og sál. Maður verður nú samt að vera snyrtilegur þegar von er á gestum. Gjörðu svo vel, komdu inn á skrifstofuna mína," segir hann og bendir á stól sem settur hefur verið í skuggann undir tré. Herra Khombe segist vera sextíu og sjö ára gamall. Hann lítur hins vegar út fyrir að vera mun yngri; hreyfingarnar og vöðvarnir minna á fertugan tugþrautarkappa. Herra Khombe á risastóra landspildu í nágrenni Mtandire þar sem hann ræktar banana, sykurreyr, hrísgrjón og ýmiss konar grænmeti. Jarðvegurinn er meira að segja notaður til keramikgerðar. Herra Khombe opnar bankareikningHerra Khombe hefur notið aðstoðar NICE frá því árið 1999. Áveitur hafa margfaldað uppskeruna. Bananatrén hafa heldur betur tekið við sér og uppskera nú þrisvar á ári í stað einu sinni áður. Gallinn er sá að markaðsverðið í Malaví er svo lágt að menn á borð við herra Khombe og félaga eiga erfitt með að rífa sig upp úr fátæktinni. Herra Khombe segist dreyma um að geta selt afurðir sínar á mörkuðum erlendis „Til þess þurfum við að auglýsa varninginn. Kannski getur þú hjálpað okkur. Eru einhverjir áhugasamir á Íslandi?" spyr hann. Blaðamaður og fylgdarlið ákveða að kaupa sykurreyr. Herra Khombe bíður ekki boðanna, heldur stekkur inn í margra metra háan sykurreyrsskóginn og sveiflar sveðjunni ótt og títt. Hann heggur niður tíu plöntur, saxar þær í búta og bindur þær loks saman með bananalaufum „Gjörðu svo vel. Hundrað kwatsar," segir herra Khombe. Blaðamaður borgar tvöfalt, enda verður að telja hundrað íslenskar krónur lágt verð fyrir fimmtán kíló af sykurreyr. Að heimsókninni lokinni biður herra Khombe um far inn í miðborg Lilongwe „Ég ætla að opna bankareikning," segir herra Khombe. Gift Phiri er stoltur af mönnum á borð við herra Khombe. „Svona menn sýna að okkar nálgun á fullan rétt á sér. Til að jákvæðar breytingar verði á stjórnarfari verður fólkið að hafa í sig og á. Þess vegna tel ég að viðskipti séu lykillinn að lýðræðisþróun." Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í þróunarlandi á borð við Malaví hafa íbúarnir megináhyggjur af því að finna næstu máltíð fyrir fjölskylduna. Stjórnarfar og þjóðmál mæta afgangi. Lýðræðisþróun er enda skammt komin í landinu, einungis eru þrettán ár síðan Malaví hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar og fjórtán síðan að einræðisherrann Hastings Banda sleppti taumunum eftir þrjátíu ára ógnarstjórn. Stjórnmálamenn landsins eru spilltir, ístöðulausir og þrætugjarnir. Raunar eru þeir gjarnan uppnefndir kamelljónin vegna þess hversu títt þeir skipta um skoðun eftir hentugleika. Á síðasta löggjafarþingi voru þrjú frumvörp samþykkt, hið fjórða, sem laut að því að gera fjórtánda mai að almennum frídegi, strandaði í þingnefnd. Þingmenn létu sig þó ekki muna um að samþykkja aukafjárveitingar til byggingar þinghúss í miðri höfuðborginni Lilongwe. Gríðarlegt mannvirki í rómverskum stíl, með dórískum súlum og öllu tilheyrandi, sem þýtur upp á ógnarhraða. Forseti landsins, dr. Bingu wa Mutharika, hefur setið í embætti síðan árið 2004. Mutharika, sem byrjaði ágætlega í starfi, þykir hafa sýnt einræðistilburði undanfarin misseri. Hvert sem komið er hanga myndir af forsetanum; í verslunum, opinberum stofnunum og á heimilum. Mutharika er þó töluvert skárri en forverinn, Bakili Muluzi, sem sakaður var um að hafa stolið maísuppskeru landsmanna eitt árið og notað hana til byggja upp gríðarleg auðævi meðan þjóðin svalt. Muluzi er langríkasti maður landsins og dreymir um að endurheimta forsetastólinn. Mutharika er enda var um sig og er sagður hafa fyrirskipað saksóknurum að krossfesta Muluzi, sem hann kallar „guðföður í mafíustíl".Svöngu fólki sama um stjórnarfariðMóttökuathöfn í Mtandire Tekið var á móti blaðamanni með afrískum söngvum og dönsum. Konurnar á myndinni leggja stund á sápuframleiðslu og selja sápustykki á markaðnum. Hvert stykki kostar tíu íslenskar krónur. Fremst má sjá áhöldin sem notuð eru til framleiðslunnar. Fréttablaðið/Jón SkaftasonÞjóðarátak um lýðmenntun væri ef til vill íslensk þýðing á malavísku samtökunum The National Initiative for Civic Education (NICE). Samtökin voru stofnuð fyrir malavísku þingkosningarnar 2000 og höfðu þann starfa að virkja kjósendur, fræða þá um lýðræðisferlið og styrkja stoðir lýðræðis í landinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Evrópusambandsins og malavískra stjórnvalda, sem jafnan syngja háværa lýðræðissöngva á tyllidögum. Hugmyndafræði NICE byggist á því að viðskipti séu lykillinn að lýðræðisþróun. Samtökin vinna í grasrót samfélagsins, útsendarar eru sendir í þorpin og íbúunum veitt aðstoð við að koma fyrirtækjum á koppinn. Ekki er þó um fyrirtæki í vestrænum skilningi að ræða. Í strákofaþorpum Malaví þarf engar kennitölur og hlutafélagaskrá er eitthvað sem ekki þekkist. Fyrirtækin byggjast á framleiðslu sem síðan er farið með á markaðinn einu sinni í viku. „Lýðræðisþjóðfélög verða ekki til á einum degi. Svöngu fólki er alveg sama hvort forseti landsins er kosinn í almennum kosningum eða skipaður af föður sínum. Okkar hugmynd er sú að hjálpa fólki að koma undir sig fótunum þannig það eigi í sig og á, og reyna að breiða út lýðræðishugmyndir í leiðinni," segir Gift Phiri, starfsmaður NICE í Lilongwe. Sápustykki á tíu krónurMtandire nefnist eitt úthverfa Lilongwe- borgar. Hverfið, eins og raunar borgin öll, er lítið annað en samansafn hefðbundinna strákofaþorpa þar sem einungis þorpshöfðingjarnir hafa ráð á bárujárnsþaki yfir höfuðið. Íbúarnir vita að von er á blaðamanni frá Íslandi og hafa skipulagt móttökuathöfn. Blaðamanni er boðið til sérstaks hásætis, þar sem sessunautarnir eru ekki af verri endanum; þorpshöfðingjar, héraðsleiðtogar og önnur merkimenni. Athygli vekur að kynjahlutföll meðal foringjanna eru næsta jöfn. Gift Phiri segir það beina afleiðingu af lýðræðisfræðslunni. „Fólkið skilur að í lýðræðisríkjum verða allir að fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri." Athöfnin er í hefðbundnum afrískum stíl. Konurnar í þorpinu syngja og dansa, höfðingjarnir keppast við ræðuhöld. Líklega fengju þeir nokkuð mörg mínusstig í Morfís, enda áherslan á lengd fremur en gæði. Viðstöddum þykir þakkarræða blaðamanns líklega fremur snubbótt; fimm mínútur og það þrátt fyrir að túlkurinn talaði helminginn af tímanum. Konurnar í þorpinu hafa tekið upp sápuframleiðslu. Þó er það ekki svo að starfsmenn NICE komi á mótorhjólum og setji upp sápuverksmiðju í miðju þorpinu. Allt er gert í samráði við þorpsbúa. „Frumkvæðið verður að koma frá fólkinu. Konurnar stungu sjálfar upp á sápugerðinni. Okkar hlutverk var einungis að finna sápugerðarmenn sem gætu kennt þeim handtökin. Nú hefur þekkingin fest sig í sessi og þær eldri kenna þeim yngri," segir Gift Phiri. Sápustykkin eru handunnin og seljast að sögn vel á markaðnum. Hvert stykki kostar tuttugu malavíska kwatsa, eða sem nemur tíu íslenskum krónum. Í landi þar sem meðaltekjur eru einn hundraðshluti þess sem gerist hér á landi skipta slíkar fjárhæðir sköpum. Þorpið er líflegt og hefur að sögn tekið stakkaskiptum. Þar sem áður var eymd og örbirgð er nú von. Skrifstofan á akrinum„Hungur og fátækt" svöruðu karlmennirnir í Mtandire þegar starfsmenn NICE spurðu hver væru helstu vandamál þorpsbúa og ákváðu að landbúnaður væri lausnarorðið. NICE aðstoðaði bændurna við að setja á laggirnar sérstaka tíu til fimmtán manna hópa sem starfa saman, skiptast á ráðum, tækjum og búnaði. Bændurnir sækja síðan námskeið á vegum NICE þar sem kenndar eru grunnkenningar í viðskipta- og hagfræði, bókhald og markaðssetning. „Ég á átta börn. Sá elsti er læknir og tvö þeirra yngri eru kennarar. Mér tókst að greiða fyrir skólagöngu þeirra með því að yrkja landið," segir George Salomon Khombe, leiðtogi Tasaukira-bændahópsins í Mtandire. Herra Khombe er stórglæsilegur maður, hávaxinn og vörpulegur, klæddur í hvít jakkaföt með blátt háskólabindi „Ég er er enginn skrifstofumaður, heldur bóndi af lífi og sál. Maður verður nú samt að vera snyrtilegur þegar von er á gestum. Gjörðu svo vel, komdu inn á skrifstofuna mína," segir hann og bendir á stól sem settur hefur verið í skuggann undir tré. Herra Khombe segist vera sextíu og sjö ára gamall. Hann lítur hins vegar út fyrir að vera mun yngri; hreyfingarnar og vöðvarnir minna á fertugan tugþrautarkappa. Herra Khombe á risastóra landspildu í nágrenni Mtandire þar sem hann ræktar banana, sykurreyr, hrísgrjón og ýmiss konar grænmeti. Jarðvegurinn er meira að segja notaður til keramikgerðar. Herra Khombe opnar bankareikningHerra Khombe hefur notið aðstoðar NICE frá því árið 1999. Áveitur hafa margfaldað uppskeruna. Bananatrén hafa heldur betur tekið við sér og uppskera nú þrisvar á ári í stað einu sinni áður. Gallinn er sá að markaðsverðið í Malaví er svo lágt að menn á borð við herra Khombe og félaga eiga erfitt með að rífa sig upp úr fátæktinni. Herra Khombe segist dreyma um að geta selt afurðir sínar á mörkuðum erlendis „Til þess þurfum við að auglýsa varninginn. Kannski getur þú hjálpað okkur. Eru einhverjir áhugasamir á Íslandi?" spyr hann. Blaðamaður og fylgdarlið ákveða að kaupa sykurreyr. Herra Khombe bíður ekki boðanna, heldur stekkur inn í margra metra háan sykurreyrsskóginn og sveiflar sveðjunni ótt og títt. Hann heggur niður tíu plöntur, saxar þær í búta og bindur þær loks saman með bananalaufum „Gjörðu svo vel. Hundrað kwatsar," segir herra Khombe. Blaðamaður borgar tvöfalt, enda verður að telja hundrað íslenskar krónur lágt verð fyrir fimmtán kíló af sykurreyr. Að heimsókninni lokinni biður herra Khombe um far inn í miðborg Lilongwe „Ég ætla að opna bankareikning," segir herra Khombe. Gift Phiri er stoltur af mönnum á borð við herra Khombe. „Svona menn sýna að okkar nálgun á fullan rétt á sér. Til að jákvæðar breytingar verði á stjórnarfari verður fólkið að hafa í sig og á. Þess vegna tel ég að viðskipti séu lykillinn að lýðræðisþróun."
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira