Viðskipti erlent

Matchboxmaður deyr

Bugatti-smábíll frá matchbox
Bugatti-smábíll frá matchbox

Jack Odell, frumkvöðull og annar tveggja stofnenda breska leikjaframleiðandans Matchbox, er látinn. Hann var 87 ára að aldri.

Odell, sem var verkfræðingur að mennt, fékk hugmyndina að Matchbox-bílunum árið 1947 þegar dóttir hans fékk þá skipun frá kennara sínum í barnaskóla að hún mætti einungis taka það leikfang með sér í skólann sem gæti rúmast í eldspýtustokki.



Odell bjó til lítinn bíl sem komst fyrir í stokkinum. Hann vakti lukku og upp úr því stofnaði hann fyrirtæki utan um framleiðsluna árið 1953 ásamt Leslie nokkrum Smith, sem nú er látinn.



Leikfangabílar undir merkjum Matchbox vöktu mikla lukku frá upphafi og seldi fyrirtækið um milljón leikafangabíla á dag þegar best lét.

Bandaríski leikfangarisinn Mattel keypti Matchbox árið 1982 og hætti Odell hjá fyrirtækinu. Matchboxbílar njóta enn mikilla vinsælda en fyrstu bílar fyrirtækisins hafa gengið kaupum og sölum á meðal safnara, sem greiða fyrir þá háar fjárhæðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×