Viðskipti erlent

Sensex-vísitalan í methæðum

Indverska Sensex-hlutabréfavísitalan sló nýtt met í gær og fór upp fyrir 15.000 stig.
Indverska Sensex-hlutabréfavísitalan sló nýtt met í gær og fór upp fyrir 15.000 stig. MYND/AFP

Sensex-vísitalan rauk í methæðir við lokun markaða á Indlandi í gær þegar hún rauf 15.000 stiga múrinn.

Vísitalan hefur hækkað um tæp níu prósent á árinu og þykir endurspegla bjartsýni fjárfesta um góðar horfur í indversku efnahagslífi og ágæta afkomu fyrirtækja þar í landi. Þar á ofan benda hagvísar til að verðbólga hafi hjaðnað auk þess sem litlar líkur eru á að stýrivextir muni hækka.

Vísitalan hækkaði um 50 prósent á síðasta ári. Reikna má með að hún hefði hækkað meira ef ekki hefði komið til snögg niðursveifla um mitt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×