Viðskipti erlent

Skanska dæmt fyrir samráð

Stuart Graham heitir forstjóri sænska verktakafyrirtækisins Skanska, en hann er ættaður frá Bandaríkjunum. Skanska er með stærstu fyrirtækjum Svía, með verkefni víða um heim.
Stuart Graham heitir forstjóri sænska verktakafyrirtækisins Skanska, en hann er ættaður frá Bandaríkjunum. Skanska er með stærstu fyrirtækjum Svía, með verkefni víða um heim. Mynd/Skanska

Hópur sænskra verktakafyrirtækja, þar á meðal Skanska AB og NCC AB, fékk í gær á sig dóm fyrir að hafa sameinast um tilboð í vegavinnuverkefni á árunum 1997 til 2001.



Héraðsdómur í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu að Skanska, NCC og sex fyrirtæki til viðbótar, auk Vegagerðarinnar sænsku, skyldu greiða 170 milljónir sænskra króna í sektir fyrir samráðið, eða sem nemur tæplega 4,2 milljörðum íslenskra króna. Þar af þarf Skanska að borga 170 milljónir sænskar og NCC 150 milljónir. Þremur undirfélögum Peab AB var gert að greiða samtals 85 milljónir sænskra króna í sekt og sekt vegagerðarinnar hljóðaði upp á 50 milljónir. Þá var þremur smærri fyrirtækjum einnig gert að greiða sektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×