Viðskipti erlent

Norvik fær Ba3

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur veitt Norvik banka í Lettlandi lánshæfiseinkunnina Ba3, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mats á skammtímaskuldbindingum „Non-Prime“. Horfur eru stöðugar varðandi allar einkunnir. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur.

Norvik banka er lettneskur banki sem lánar aðallega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem og einstaklinga. Móðurfélag hans er Straumborg ehf., fjárfestingarfélag í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar.

Markaðshlutdeild Norvik banka í Lettlandi er 1,9 prósent, bæði í eignum og útlánum. Bankinn er með þrettán útibú auk höfuðstöðva og 77 minni afgreiðslustaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×