Viðskipti erlent

Indverjar græða á úthýsingum

Frá Delí. Indverska hagkerfið hagnast gríðarlega vegna úthýsinga erlendra fyrirtækja í landinu.
Frá Delí. Indverska hagkerfið hagnast gríðarlega vegna úthýsinga erlendra fyrirtækja í landinu. fréttablaðið/gva

Gert er ráð fyrir að indversk fyrirtæki hagnist um 2400 milljarða íslenskra króna á yfirstandandi ári vegna úthýsinga, samkvæmt tölum frá hinum indversku Samtökum hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækja.

„Við erum full sjálfstrausts og teljum að þetta séu raunhæfar áætlanir. Eftirspurnin er mikil og vaxtarmöguleikarnir gríðarlegir,“ sagði Kiran Karnik, forseti samtakanna.

Indversk fyrirtæki bjóða evrópskum og bandarískum fyrirtækjum upp á margs konar þjónustu; til að mynda símsvörun, viðgerðarþjónustu og ýmiss konar hugbúnaðarvinnu.

Mikið framboð er af enskumælandi sérfræðingum í Indlandi og þykir erlendum fyrirtækjum fýsilegur kostur að úthýsa ákveðnum þáttum í starfseminni til Indlands þar sem vinnuafl er ódýrara.

Talið er að rúmlega fimm prósent þjóðartekna Indverja komi til vegna úthýsinga. Geirinn hefur þó mætt hægum mótvindi undanfarin misseri vegna hækkandi launakrafna starfsmanna og styrkingu indversku rúpíunnar gagnvart Bandaríkjadal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×