Viðskipti erlent

Kwik Save sett í greiðslustöðvun

Fjölmargir starfsmenn missa vinnuna þegar Kwik Save hættir rekstri.
Fjölmargir starfsmenn missa vinnuna þegar Kwik Save hættir rekstri.
Breska verslunarkeðjan Kwik Save hefur verið sett í greiðslustöðvun. Níutíu verslanir sem heyra undir keðjuna munu loka. Fimmtíu og sex aðrar verslanir verða reknar áfram undir merkinu Fresh Express. Fjöldi starfsmanna Kwik Save hefur unnið launalaust að undanförnu og litlar líkur eru á að þeir fái laun sín greidd.

Kwik Save var um tíma í eigu Somerfield keðjunnar, sem Baugur Group hugðist gera tilboð í um það leyti sem Baugsmálið komst í hámæli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×