Viðskipti erlent

Vopnahléi lýkur í Nígeríu

Uppreisnarmenn MEND hafa lýst yfir að mánaðarlöngu vopnahléi sé lokið.
Uppreisnarmenn MEND hafa lýst yfir að mánaðarlöngu vopnahléi sé lokið.

Uppreisnarmenn í MEND-flokknum, sem berjast fyrir því að Níger-árósasvæðið öðlist sjálfstæði frá Nígeríu, hafa lýst því yfir að vopnahléi sem staðið hefur undanfarinn mánuð sé lokið.

Níger-árósarnir eru helsta olíuframleiðslusvæði Nígeríu.

Uppreisnarmennirnir vilja að íbúar Níger-árósa fái stærri sneið af kökunni og segja miðstjórnina í Abuja einoka olíugróðann.

Nígería er stærsta olíuframleiðsluríki í Afríku og það áttunda stærsta í veröldinni. Olíuframleiðsla hefur dregist saman um fjórðung vegna óróa við Níger-árósa. Mend-liðar hertóku fyrir nokkrum misserum olíuhreinsistöð við Níger-árósa. Tólf manns létust í átökum skæruliða við stjórnarhermenn sem reyndu að endurheimta verksmiðjuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×