Viðskipti erlent

Fjarskiptakóngur ríkasti maður í heimi

Carlos Slim hefur auðgast mikið á fjarskiptafyrirtækjum
Carlos Slim hefur auðgast mikið á fjarskiptafyrirtækjum Mynd/ AFP
Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er orðinn ríkasti maður í heimi, að því er breska blaðið Guardian fullyrðir

Carlos Slim hefur mikil áhrif á fjarskiptamarkaði í Mexíkó og víðar í Latnesku-Ameríku. Á meðal fyrirtækja hans eru Telmex, Telcel og America Movil. Hlutabréf hans í síðastnefnda fyrirtækinu hafa hækkað verulega að undanförnu og er talið að það hafi hleypt honum upp í 1. sæti á lista yfir ríkustu menn í heimi.

Eignir Slims nema nú 4200 milljörðum íslenskra króna en Bill Gates fylgir honum fast á eftir með eignir upp á 3700 milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×