Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðastöðu landsins í dag. Venjan er að gera það á miðvikudögum en markaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær vegna þjóðhátíðardagsins, 4. júlí. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði sömuleiðis um 15 sent á markaði í Lundúnum og stendur nú í 72,90 dölum á tunnu.
Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 13 sent á markaði í Singapore. Verðið stendur enn hátt, eða í 71,28 dal á tunnu.
Olíubirgðir hafa dregist talsvert saman í Bandaríkjunum undanfarnar vikur og hafa olíuvinnslustöðvar þar í landi keppst við að auka framleiðslu sína til að koma í veg fyrir að olíuverð fari upp vegna aukinnar eftirspurnar í sumar.
Greinendur reikna með að olíubirgðir landsmanna hafi aukist um 700 þúsund tunnur á milli vikna.