Fleiri fréttir iPhone seldist vel um helgina Þúsundir gerðu sér far í verslanir Apple nú um helgina til að fjárfesta í nýjum iPhone. Allt að 200 þúsund tæki voru keypt á föstudag, en það var fyrsti dagurinn sem varan var seld. Þó tækið hafi verið fáanlegt í 164 Apple verslunum í gær er ljóst að meginþorri birgða er uppurinn. 1.7.2007 20:46 Hádegisverður á 36 milljónir Hádegisverður með milljarðamæringnum og stórfjárfestinum, Warren Buffet, seldist á litlar 36 milljónir króna á uppboðsvefnum Ebay. Buffet er þriðji ríkasti maður í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes 1.7.2007 18:20 Bara fyrir iPod Út er komin platan 100 íslensk 80"s lög í útgáfu sem aðeins er hægt að nota fyrir iTunes og iPod. Er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa sem þessi kemur út hér á landi. 1.7.2007 10:45 Ný lög um endurvinnslu rafúrgangs sett Ný lög hafa verið sett í Bretlandi sem skylda þarlenda framleiðendur rafbúnaðar til að tryggja endurvinnslu vara sinna. Lögsetning þessi hefur verið í burðarliðnum í tvö ár. 1.7.2007 18:49 iPhone mættur á svæðið Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar. 30.6.2007 14:46 Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. 29.6.2007 09:56 Eve-TV í loftið Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online. „Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 29.6.2007 08:00 Stýrivextir í Bandaríkjunum áfram í 5.25% Seðlabandi Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum eða í 5.25%. Þetta er í áttunda skipti sem stýrivextirnir standa í stað og telja sérfræðingar líkur á því að þeir haldist þeir sömu út árið. Ákvörðunin er í takt við spár greinenda. 28.6.2007 19:35 iPhone í hnotskurn Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans. 28.6.2007 16:50 Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust. 28.6.2007 16:06 Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. 28.6.2007 15:56 Metafkoma hjá BBC Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu. 28.6.2007 13:25 Impregilo grunað um svik á Ítalíu Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna. 28.6.2007 12:36 Stórlaxinn hrapar í verði Bandaríska fjárfestingafélagið Blackstone Group hefur átt verra gengi að fagna í bandarísku kauphöllinni vestanhafs en vonir stóðu til. Gengið hefur hríðfallið í vikunni og er nú komið undir útboðsgengi. 28.6.2007 06:00 Búist við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum í landinu óbreyttum á morgun. Vextirnir eru 5,25 prósent og á morgun er vaxtaávkörðunardagur. Fjármálaspekúlantar eru flestir á því að þrátt fyrir ótta um vaxandi verðbólgu muni bankinn halda að sér höndum í þetta skiptið en ekki er loku fyrir það skotið að vestirnir verði hækkaðir enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi. 27.6.2007 19:34 Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. 27.6.2007 16:52 Bandaríkjamenn kaupa nýja ofurtölvu Tölvurisinn IBM hefur gefið út nýja ofurtölvu sem ber nafnið Blue Gene /P. Hún er þrisvar sinnum öflugri en forverinn Blue Gene /L. Ríkisstjórn bandaríkjanna hefur fest kaup á fyrsta eintakinu. 27.6.2007 14:50 Stendur iPhone undir væntingum? Um símann hafa verið ritaðar 11.000 þúsund blaðagreinar, 69 milljón sinnum hefur nafnið verið sett í leitarvélar Google og bloggarar kalla hann Jesú símann. Enginn hefur enn snert þetta litla kraftaverkatæki sem kallað er iPhone. 27.6.2007 13:40 Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. 27.6.2007 12:57 Hlutabréf lækka í Kína Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í fyrradag eftir að kínverski seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu og spennu í hagkerfinu. 27.6.2007 03:45 Líkur á hærri vöxtum í Bretlandi Skoðanir voru skiptar innan peningamálanefndar Englandsbanka að halda stýrivöxtum óbreyttum í byrjun mánaðar. Fimm nefndarmenn voru fylgjandi því að halda vöxtunum óbreyttum í 5,5 prósentum en fjórir studdu hækkun upp á 25 punkta. 27.6.2007 03:15 Nýtur ekki stuðnings Breska fjárfestingafélagið Candover birti í gær skilyrði fyrir væntanlegu yfirtökutilboði í hollensku samsteypuna Stork. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna en felur í sér að það sé bindandi berist ekki fimm prósentustiga hærri tilboð í samstæðuna. Þá er skilyrði um að 80 prósent hluthafa verði að taka boðinu. Samþykki 95 prósent hluthafa þarf til að afskrá félagið. 27.6.2007 03:00 Unnið á ströndinni Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. 27.6.2007 02:00 Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. 26.6.2007 23:08 Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. 26.6.2007 17:00 Útvarpsstöðvar í BNA stöðva útsendingar í mótmælaskyni Nokkrar af helstu vefútvarpsstöðvum Bandaríkjanna hyggjast halda svokallaðan Dag þagnar á fimmtugaginn og gera þá hlé á útsendingum sínum. Er það gert í mótmælaskyni við áæltanir Copyright Royalty Board um að auka greiðslur til sérleyfishafa þegar tónlist er spiluð á vefnum. Álagningin á að skella á þann 15 júlí. 26.6.2007 14:31 Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. 26.6.2007 09:29 Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. 26.6.2007 06:45 Yfirsjóræningi dæmdur Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. 25.6.2007 15:25 Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08 Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42 Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06 Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16 LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46 Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11 Forstjóraskipti hjá Mærsk Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár. 22.6.2007 09:45 Gengi hlutabréfa féll í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa. 22.6.2007 09:05 Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002. 21.6.2007 21:48 Útboð í Blackstone hefst í dag Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun. 21.6.2007 13:30 Hunter með fjórðung í Dobbies Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. 21.6.2007 11:20 Yahoo kaupir íþróttaveitu Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp. 21.6.2007 09:38 Mögulegur samruni ítölsku Kauphallarinnar og Kauphallarinnar í London Kauphöllin í London upplýsti eftir lokun markaða í dag að samruni við ítölsku kauphöllina sé mögulega framundan. Búist er við að Kauphöllin tilkynni um frekari þreifingar þegar fram líður á viðræðurnar. 20.6.2007 17:28 Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. 20.6.2007 15:34 Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. 20.6.2007 11:13 Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. 20.6.2007 10:47 Sjá næstu 50 fréttir
iPhone seldist vel um helgina Þúsundir gerðu sér far í verslanir Apple nú um helgina til að fjárfesta í nýjum iPhone. Allt að 200 þúsund tæki voru keypt á föstudag, en það var fyrsti dagurinn sem varan var seld. Þó tækið hafi verið fáanlegt í 164 Apple verslunum í gær er ljóst að meginþorri birgða er uppurinn. 1.7.2007 20:46
Hádegisverður á 36 milljónir Hádegisverður með milljarðamæringnum og stórfjárfestinum, Warren Buffet, seldist á litlar 36 milljónir króna á uppboðsvefnum Ebay. Buffet er þriðji ríkasti maður í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes 1.7.2007 18:20
Bara fyrir iPod Út er komin platan 100 íslensk 80"s lög í útgáfu sem aðeins er hægt að nota fyrir iTunes og iPod. Er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa sem þessi kemur út hér á landi. 1.7.2007 10:45
Ný lög um endurvinnslu rafúrgangs sett Ný lög hafa verið sett í Bretlandi sem skylda þarlenda framleiðendur rafbúnaðar til að tryggja endurvinnslu vara sinna. Lögsetning þessi hefur verið í burðarliðnum í tvö ár. 1.7.2007 18:49
iPhone mættur á svæðið Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar. 30.6.2007 14:46
Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. 29.6.2007 09:56
Eve-TV í loftið Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online. „Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 29.6.2007 08:00
Stýrivextir í Bandaríkjunum áfram í 5.25% Seðlabandi Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum eða í 5.25%. Þetta er í áttunda skipti sem stýrivextirnir standa í stað og telja sérfræðingar líkur á því að þeir haldist þeir sömu út árið. Ákvörðunin er í takt við spár greinenda. 28.6.2007 19:35
iPhone í hnotskurn Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans. 28.6.2007 16:50
Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust. 28.6.2007 16:06
Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. 28.6.2007 15:56
Metafkoma hjá BBC Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu. 28.6.2007 13:25
Impregilo grunað um svik á Ítalíu Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna. 28.6.2007 12:36
Stórlaxinn hrapar í verði Bandaríska fjárfestingafélagið Blackstone Group hefur átt verra gengi að fagna í bandarísku kauphöllinni vestanhafs en vonir stóðu til. Gengið hefur hríðfallið í vikunni og er nú komið undir útboðsgengi. 28.6.2007 06:00
Búist við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum í landinu óbreyttum á morgun. Vextirnir eru 5,25 prósent og á morgun er vaxtaávkörðunardagur. Fjármálaspekúlantar eru flestir á því að þrátt fyrir ótta um vaxandi verðbólgu muni bankinn halda að sér höndum í þetta skiptið en ekki er loku fyrir það skotið að vestirnir verði hækkaðir enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi. 27.6.2007 19:34
Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. 27.6.2007 16:52
Bandaríkjamenn kaupa nýja ofurtölvu Tölvurisinn IBM hefur gefið út nýja ofurtölvu sem ber nafnið Blue Gene /P. Hún er þrisvar sinnum öflugri en forverinn Blue Gene /L. Ríkisstjórn bandaríkjanna hefur fest kaup á fyrsta eintakinu. 27.6.2007 14:50
Stendur iPhone undir væntingum? Um símann hafa verið ritaðar 11.000 þúsund blaðagreinar, 69 milljón sinnum hefur nafnið verið sett í leitarvélar Google og bloggarar kalla hann Jesú símann. Enginn hefur enn snert þetta litla kraftaverkatæki sem kallað er iPhone. 27.6.2007 13:40
Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. 27.6.2007 12:57
Hlutabréf lækka í Kína Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í fyrradag eftir að kínverski seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu og spennu í hagkerfinu. 27.6.2007 03:45
Líkur á hærri vöxtum í Bretlandi Skoðanir voru skiptar innan peningamálanefndar Englandsbanka að halda stýrivöxtum óbreyttum í byrjun mánaðar. Fimm nefndarmenn voru fylgjandi því að halda vöxtunum óbreyttum í 5,5 prósentum en fjórir studdu hækkun upp á 25 punkta. 27.6.2007 03:15
Nýtur ekki stuðnings Breska fjárfestingafélagið Candover birti í gær skilyrði fyrir væntanlegu yfirtökutilboði í hollensku samsteypuna Stork. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna en felur í sér að það sé bindandi berist ekki fimm prósentustiga hærri tilboð í samstæðuna. Þá er skilyrði um að 80 prósent hluthafa verði að taka boðinu. Samþykki 95 prósent hluthafa þarf til að afskrá félagið. 27.6.2007 03:00
Unnið á ströndinni Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. 27.6.2007 02:00
Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. 26.6.2007 23:08
Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. 26.6.2007 17:00
Útvarpsstöðvar í BNA stöðva útsendingar í mótmælaskyni Nokkrar af helstu vefútvarpsstöðvum Bandaríkjanna hyggjast halda svokallaðan Dag þagnar á fimmtugaginn og gera þá hlé á útsendingum sínum. Er það gert í mótmælaskyni við áæltanir Copyright Royalty Board um að auka greiðslur til sérleyfishafa þegar tónlist er spiluð á vefnum. Álagningin á að skella á þann 15 júlí. 26.6.2007 14:31
Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. 26.6.2007 09:29
Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. 26.6.2007 06:45
Yfirsjóræningi dæmdur Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. 25.6.2007 15:25
Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08
Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42
Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06
Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16
LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46
Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11
Forstjóraskipti hjá Mærsk Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár. 22.6.2007 09:45
Gengi hlutabréfa féll í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa. 22.6.2007 09:05
Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002. 21.6.2007 21:48
Útboð í Blackstone hefst í dag Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun. 21.6.2007 13:30
Hunter með fjórðung í Dobbies Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. 21.6.2007 11:20
Yahoo kaupir íþróttaveitu Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp. 21.6.2007 09:38
Mögulegur samruni ítölsku Kauphallarinnar og Kauphallarinnar í London Kauphöllin í London upplýsti eftir lokun markaða í dag að samruni við ítölsku kauphöllina sé mögulega framundan. Búist er við að Kauphöllin tilkynni um frekari þreifingar þegar fram líður á viðræðurnar. 20.6.2007 17:28
Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. 20.6.2007 15:34
Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. 20.6.2007 11:13
Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. 20.6.2007 10:47