Metsekt fyrir samkeppnisbrot 4. júlí 2007 13:24 Neelie Kroes, yfirmaður samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, þar sem hún útlistar úrskurðinn gegn Telefonica. Mynd/AFP Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira