Fleiri fréttir

Launakostnaður Seðlabankans hækkað um tæp 20 prósent

Í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2011 kemur fram að launakostnaður bankans hækkaði um 19% frá árinu 2010. Laun hækkuðu þannig úr kr. 1.046.445.000 árið 2010 í kr. 1.244.203.000 árið 2011. Þetta kemur fram á vefritinu Andriki.is

Telja dulin yfirráð bankanna vandamál

Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna.

Þriðjungur fyrirtækja undir yfirráðum bankanna

Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir yfirráðum bankanna eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem ber heitið Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar.

Íbúðalánasjóður skoðar stofnun leigufélags

Íbúðalánasjóður átti 1.606 eignir í lok síðasta árs, þar af eru einungis 642 í útleigu. Íbúðalánasjóður seldi 154 eignir á árinu 2011. Leigutekjur Íbúðalánasjóðs standa í dag undir öllum beinum rekstrarkostnaði fullnustueigna öðrum en kostnaði vegna fjárbindingar, eftir því sem fram kemur í ársreikningi Íbúðalánasjóðs.

Lýsi orðið lifrarlaust

Svo mikil eftirspurn er eftir þorskalýsi að Lýsi hf, sem framleiðir vöruna, er farin að auglýsa eftir lifur og hefur ákveðið að bjóða 70 krónur fyrir kílóið í stað þess að greiða 50 krónur eins og áður hefur verið gert. Í tilkynningu frá Lýsi segir að tekið sé á móti allri lifur úr þorski, ufsa og ýsu hvarvetna á landinu og megi blanda þessum tegundum saman.

Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna einokunar á bjórmarkaði

Eigendur Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda sökuðu í gær Vífilfell og Egils um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og í dag sendi eigandi Brugghússins Gæðingur Öl samkeppniseftirlitinu erindi þar sem hann tekur undir þau orð en hann hefur frá því um mitt síðasta sumar reynt með takmörkuðum árangri að komast inn á markaðinn.

Greining Íslandsbanka: Mars til mæðu

„Helstu efnahagstíðindi marsmánaðar voru þessi: Krónan lækkaði, verðbólgan jókst, vextir Seðlabankans voru hækkaðir, gjaldeyrishöftin voru hert, ríkisstjórnin lagði til hækkun skatta, íbúðaverð lækkaði, gjaldeyriseftirlit Seðlabankans gerði húsleitir og Íslendingar urðu svartsýnni (virkilega!). Miðað þessa upptalningu er ljóst að þrautargöngu eftirhrunsáranna er ekki lokið. Vorið í íslenskum þjóðarbúskap er kalt að þessu sinni.“

Kauphöllin: Hagar yfir 18 og Icelandair yfir 6

Hækkanir hafa einkennt flest félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hefur gengi bréfa smásölurisans Haga hækkað um 0,55 prósent er gengi bréfa nú 18,15, en þegar félagið var skráð á markað var gengi bréfa 13,5. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað 1,16 prósent og stendur gengið nú í 6,1. Þegar Icelandair var endurskráð eftir endurskipulagningu á fjárhagnum, var gengi bréfa félagsins 2,5.

Vöruskiptin 5,9 milljörðum hagstæðari en í fyrra

Fyrstu tvo mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 101,5 milljarða króna en inn fyrir 78,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 22,8 milljörðum kr. Á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 16,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,9 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Hagstofan: Hagvöxtur verði 2,6 prósent á þessu ári

Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,6% á þessu ári og 2,5% 2013. Hagstofan hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vori í ritröð sinni, Hagtíðundum. Spáin nær til áranna 2012 til 2017. „Vöxt landsframleiðslu má rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar. Samneysla stendur hins vegar því sem næst í stað þar til hún vex lítillega 2015,"segir í tilkynningu Hagstofunnar vegna þessa.

Almenn laun að meðaltali 365 þúsund í fyrra

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði.

Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM

Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er.

Undirbúa útgáfu tíu þúsund króna seðils

Már Guðmundsson, sagði í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í dag að bankinn undirbúi nú útgáfu nýs peningaseðils, en ákvæðisverð hins nýja seðils verður tíu þúsund krónur. Már sagið ástæðuna verðlagsþróun og aukið seðlamagn í umferð sem gefur nú tilefni til að meta þörfina fyrir útgáfu nýs peningaseðils með hærra ákvæðisverði.

Hagnaður Framtakssjóðs nam 2,3 milljörðum

Framtakssjóður Íslands skilaði 2.343 milljónum króna í hagnað af starfsemi sinni á síðasta ári, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010, að því er fram kemur í tilkynningu. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%.

Skipti töpuðu tæpum 11 milljörðum

Tap Skipta, móðurfélags Símans, á síðasta ári nam 10,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 6 milljörðum króna, samanborið við 5,1 milljarð árið áður. Hækkun EBITDA skýrist einkum af hagræðingaraðgerðum sem félagið greip til. EBITDA hlutfallið var 21,5% en var 14,9% árið 2010.

Niðurstaðan hljóti að vera vonbrigði

Niðurstaðan úr gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem haldin voru í gær hlýtur að hafa valdið bankanum töluverðum vonbrigðum, segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu í dag. Greining segist telja að niðurstaðan viti ekki á gott fyrir framhald áætlunar stjórnvalda um afléttingu hafta næsta kastið. Þó gefur niðurstaðan vissulega vísbendingar um það gengi sem innlendir og erlendir fjárfestar eru tilbúnir að eiga viðskipti á með krónur fyrir evrur. Sem kunnugt er þá ræðir hér um þrjú útboð. Í tveimur útboðum sem

Algjör viðsnúningur í afstöðu til ESB

Tæp 69% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem greint er frá á vef Samtaka iðnaðarins. Þar kemur jafnframt fram að viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% eru hlynntir og um 45% andvígir.

ÍLS skilaði tæplega milljarðs hagnaði í fyrra

Íbúðalánasjóður (ÍLS) skilaði 986 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er verulegur viðsnúningur til hins betra því árið á undan varð 34,5 milljarða kr. tap á starfsemi sjóðsins.

TM komið í söluferli

Stoðir hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé sínu í Tryggingamiðstöðinni hf. Um er að ræða rúm 99% hlutafé í félaginu og er það til sölu í heild eða að hluta.

Glitnir átti fimmtung í sjálfum sér árið 2007

Fjármálaeftirlitið (FME) gerði ítrekað athugasemdir við skýrslur Glitnis um tengda aðila síðasta árið fyrir bankahrun. Slitastjórn bankans telur að lán til Baugs, FL Group og tengdra aðila hafi numið um 85% af eiginfjárgrunni Glitnis sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en lög heimiluðu. Hún telur einnig að Glitnir hafi átt 21,43% af hlutabréfum í sjálfum sér í árslok 2007. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu slitastjórnarinnar á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) á Íslandi og í Bretlandi sem þingfest verður 12. apríl næstkomandi.

Tekist á um vexti á tugmilljarða skuld

Arion banki hefur stefnt Dróma og Fjármálaeftirlitinu (FME) fyrir dómstóla vegna vaxtakjara á um 80 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út vegna yfirtöku Arion á innlánum Spron. Drómi, sem heldur á útlánum hins fallna sparisjóðs, hefur á móti stefnt bankanum og FME vegna sama máls. Munnlegur málflutningur í fyrra málinu fór fram í fyrradag og fer fram í hinu seinna á morgun, föstudag. Um gríðarlegar fjárhæðir er um að ræða, enda er hvert prósent í vöxtum um 800 milljóna króna virði.

Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita

Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti.

Vill ræða áhrif sjávarútvegsfrumvarpanna á bankana

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að ræða áhrif sjávarútvegsfrumvarpana á bankanna. Hann vill að til fundarins verði boðaðir fulltrúar bankanna, Bankasýslunnar og ráðuneytisins.

Fengu 79 tilboð í gjaldeyrisútboði

Seðlabankinn stóð í dag fyrir gjaldeyrisútboðum um kaup á evrum og íslenskum krónum. Í fyrra útboðinu bauðst bankinn til að kaupa evrur fyrir ríkisskuldabréf og íslenskar krónur. Bárust 79 tilboð að fjárhæð 92,9 milljóna evra og var tilboðum að fjárhæð 22,5 milljónum evra tekið fyrir 239 krónur fyrir hverja evru. Í seinna útboðinu bauðst bankinn til að kaupa krónur fyrir evrur og alls bárust tilboð að fjárhæð 26,3 milljörðum króna og var tilboðum tekið fyrir fjóra komma níu milljarða á genginu 235 krónur fyrir hverja evru.

Seðlabankinn: Hugsanlegt lágmarksverð 255 krónur fyrir evru

Hugsanlegt lágmarksverðs í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands milli 13:00 og 14:00 í dag, er 255 krónur fyrir evru. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabanka Íslands, en samkvæmt 4. grein útboðsskilmála vegna kaupa seðlabankans á íslenskum krónum, ber bankanum að tilkynna á vefsíðu sinni um vísbendingu um hugsanlegt lágmarksverð einum og hálfum tíma fyrir útboðið.

Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka, að hans mati. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis.

Bensínverð hækkar áfram, litlu munar á stöðvum

Bensínverð heldur áfram að þokast uppávið og nú munar aðeins orðið nokkrum aurum á milli verðs á mannlausum stöðvum og stóru stöðvunum. Þá er verð á bensíni og dísilolíu orðið það sama.

Verðbólgan hækkar í 6,4%

Ársverðbólgan mældist 6,4% í mars og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Þessi hækkun er í takt við spár sérfræðinga.

Gætu sótt 95 milljarða í sparnaðinn

Ríkið á inni á bilinu 76,6 til 94,8 milljarða króna í skatti á séreignarsparnað. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vill skoða hvort ríkið eigi að leysa þann skatt til sín strax til að koma til móts við þá sem tóku verðtryggð lán hjá Íbúðalánasjóði. Í dag er skattlagt við útgreiðslur úr sjóðnum.

Stjórnmálamenn vilja fé lífeyrissjóða

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) átti 345,5 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris í lok síðasta árs. Sú eign hækkaði um 35,6 milljarða króna á árinu 2011. Alls voru greidd iðgjöld í sjóðinn 17,3 milljarðar króna á árinu og hann greiddi 7,4 milljarða króna út í lífeyri. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2011 var 2,9% og hrein raunávöxtun hans á tíu ára tímabili er 2,8%. Það er undir þeirri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem hvílir á lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í ársskýrslu LV sem kynnt var á aðalfundi hans í gær.

Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir hjá Samherja vegna gruns um brot á lögum um gjaldeyrismál. Forstjóri Samherja segir fyrirtækið alfarið hafa farið eftir lögum.

Raunverulegar stórborgir í nýjum tölvuleik CCP

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti fjölspilunarleikinn World of Darkness á Fanfest hátíðinni í Hörpu um helgina. Í leiknum fara spilarar í gervi vampíra og berjast um yfirráð yfir helstu stórborgum veraldar.

Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum.

Tæplega þriðjungur fer í vegagerð

Af þeim 55 milljörðum sem hið opinbera tekur af bílum og þjónustu yfir þetta ár má ætla að um sextán milljarðar fari til vegagerðar. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur ræddi um hátt bensínverð og mikla skattheimtu af bensíni í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Sjá næstu 50 fréttir