Fleiri fréttir

Steingrímur vill selja Norðmönnum og Kínverjum skuldabréf

Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að hann vilji selja íslensk ríkisskuldabréf í erlendri mynt til þjóðarsjóða í Noregi og Kína næst þegar íslenska ríkið fer í erlent skuldabréfaútboð. Þar á hann við sjóði eins og Olíusjóð Noregs.

Verð á bensíni heldur áfram að hækka

Olíufélagið N-1 og Olís hækkuðu verð á bensínlítra í gær um tæpar tvær krónur og kostar lítrinn hjá þessum félögum nú 266 krónur og 50 aura.

Mættum vera líkari Kínverjum í hugsun

Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Telja litlar líkur á að krónan styrkist

"Við sjáum að markaðurinn er að stækka og þar með kakan sem er til skiptanna,“ segir Baldur Oddur Baldursson, forstjóri WOW Air, um möguleika félagsins til að marka sér sess í millilandaflugi.

Óþarfur landbúnaðarsjóður kostar ríkið 1.400 milljónir á ári

Ríkisendurskoðun telur að núverandi starfsemi Fóðursjóðs sé dæmi um óþarfa stjórnsýslu. Óverulegar tekjur renna í sjóðinn þar sem fóðurtollar hafi í reynd verið afnumdir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Að mati Ríkisendurskoðunar ber að leggja sjóðinn niður en hann fær 1.400 milljónir kr. á fjárlögum í ár.

Álið meira unnið hér á landi í framtíðinni

Líklegt er frekari fullvinnsla muni eiga sér stað á Íslandi í framtíðinni en verið hefur, segir Þorsteinn Víglundsson hjá Samtökum fyrirtækja í áliðnaði. Hann segir að síðustu fimm sex árin hafi menn sífellt verið að taka álvinnsluna lengra og gera hana verðmeiri.

Fyrrverandi bankastjóri telur sig eiga inni yfir 100 milljónir

Ragnar Önundarson telur sig eiga inni yfir 100 milljónir króna hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis, en skuldbindingar sjóðsins voru færðar til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir hrun bankans. Málið er að öllum líkindum á leið fyrir dómstóla.

Segir breytingarnar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn

Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að sú hækkun veiðigjalds sem er boðuð í kvótafrumvarpinu muni hafa alvarlegar afleiðngar fyrir mörg útgerðarfyrirtæki og leiða til minni hagnaðar og meiri tilkostnaðar. Útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra vegna kvótafrumvarpsinss í gær.

Heildarhagnaður Icelandic Group 10,3 milljarðar króna

Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur af áframhaldandi starfsemi hafi numið tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. "Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna.“

Gjaldeyrishöftin eins og eiturlyf fyrir þjóðina

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Íslands, líkir gjaldeyrishöftunum við eiturlyf sem þjóðin þarf að venja sig af, enda lífskjörum haldið uppi með höftunum. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem var sjónvarpað beint. Með Má var Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og svo Gylfi Zöega, sem situr í peningastefnunefnd.

Steingrímur fundaði með forsvarsmönnum LÍÚ

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gærkvöldi með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ) og kynnti fyrir þeim inntakið í nýju frumvarpi er varðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Hlutfallslega tvöfalt fleiri bankastarfsmenn hérlendis

Íslenskir bankastarfsmenn eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Þannig eru um 100 íbúar á Íslandi að baki hverjum bankastarfsmenni en á hinum Norðurlöndunum er fjöldinn um 200 manns.

Hagnaður Landsvaka 207 milljónir í fyrra

Hagnaður Landsvaka í fyrra nam 207 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Landsvaki rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans.

Ríkið gæti þurft að greiða Ólafi hálfan milljarð

Ríkið gæti þurft að greiða félagi í eigu Ólafs Ólafssonar tæpan hálfan milljarð til baka vegna olíusamráðsmálsins. Félagið ætlar að nota peningana í lífeyrisgreiðslur fyrrverandi starfsmanna, ef afgangur verður fer hann til góðgerðarmála.

Regnhlífarlög sett um fjármálamarkað

Stöðugleikaráð skipað æðstu mönnum, með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og inngripa, er meðal hugmynda sem settar eru fram í nýrri skýrslu um framtíð íslensks fjármálakerfis. Von er á frumvörpum til lagabreytinga á haustþingi.

Horn skilaði 10 milljarða hagnaði

Horn, dótturfélag Landsbankans, skilaði 10,3 milljarða króna hagnaði á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag. Horn greiddi 19 milljarða króna til eiganda síns, Landsbankans á árinu. Annars vegar með 10 milljarða króna arðgreiðslu og hins vegar 9 milljarða með kaupum á eigin bréfum. Eigið fé Horns nam í árslok 23,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 41,5%. Horn er ein stærsta eign Landsbankans. Á meðal helstu fjárfestinga Horns er Intrum, Promens, Stoðir og Eyrir Invest.

Íslendingar stofna þjónustuvef í London

Nú fyrir skömmu stofnuðu félagarnir Róbert Aron Magnusson og Heiðar Hauksson þjónustuvef fyrir þá er hyggja að heimsækja London. Þeir kalla vefinn 2doinlondon.com, en bæði Róbert og Heiðar eru búsettir þar í borg.

Góð afkoma hjá Valitor - helmingur tekna frá útlöndum

Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok.

Staðfestir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og hækkar grunneinkunn

Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, Baa3, með neikvæðum horfum en einkunnin endurspeglar samvarandi einkunn Ríkissjóðs Íslands. "Þá hefur Moody's hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar úr B2 í B1 vegna bættrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Býðst að greiða 5000 af hverri milljón

Viðskiptavinum Arion banka með íbúðalán hjá bankanum sem hafa verið endurreiknuð býðst nú að greiða 5 þúsund krónur af hverri milljón. Gildir þetta einnig um þá greiðsluseðla sem þegar hafa verið sendir út og birtir í Netbanka Arion banka.

Kaupmáttur eykst og laun hækka áfram

Vísitala kaupmáttar launa í febrúar s.l. er 112,0 stig og hækkar um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%.

Arion banki semur við MP banka um viðskiptavakt

Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um að annast viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf, útgefnum af Arion banka hf., sem eru í viðskiptum í Kauphöll Íslands (ARION CBI 34).

Meniga semur við Skandiabanken í Noregi

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið um heimilisfjármálahugbúnað sinn við Skandiabanken í Noregi. Meniga lausnin er nú orðin hluti af netbanka Skandiabanken og aðgengileg rúmlega 300 þúsund viðskiptavinum bankans og á innan við viku hafa yfir 10% netbankanotenda Skandiabanken hafið notkun á lausninni.

Seðlabankinn fylgdi ekki verklagsreglum

Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar.

FME hefur lokið rannsókn 149 mála

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið rannsóknum á 149 málum tengdum bankahruninu en alls hefur FME tekið 191 mál til rannsóknar. Stefnt er að því að rannsóknum á öllum málunum verði lokið í árslok. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta eintaki Fjármála, nýs vefrits FME.

Hagnaður Félagsbústaða 2,9 milljarðar í fyrra

Mikil umskipti urðu á rekstri Félagsbústaða í Reykjavík milli síðustu tveggja ára. Í fyrra varð 2,9 millljarða króna hagnaður af rekstrinum en árið áður skilaði reksturinn tapi upp á 1,9 milljarða króna.

SÍ segist líklega munu tapa á FIH

Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH.

300 milljóna greiðsla lögleg

Þrjú hundruð milljóna króna greiðsla Þreks ehf., fyrrverandi rekstrarfélags World Class, til Lauga ehf., núverandi rekstrarfélags, stendur óhögguð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Björn Leifsson í World Class stofnaði bæði félögin en Þrek er farið í þrot og taldi skiptastjóri þess að greiðslan hefði verið gjafagerningur.

TM í söluferli á næstu dögum

Sala Stoða á hlutabréfum í TM mun hefjast á allra næstu dögum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Samkvæmt ársreikningi var hagnaður TM á árinu 2011 um 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á gangvirði fjárfestingareigna á síðasta ári.

Bankinn þurfti heimild fyrir yfirdráttarláninu

Banka er óheimilt að stofna til yfirdráttarskuldar reikningseiganda í bankanum nema til komi sérstakt samþykki frá reikningseigandanum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli sem Arion banki höfðaði gegn hjónum.

Björgólfur Thor: Uppgjörið við hrunið er að mistakast

"Helsti lærdómurinn af Landsdómi er að uppgjörið við hrunið er að mistakast. Þau sakamál sem eru til umfjöllunar hjá sérstökum saksóknara eða eru komin fyrir héraðsdóm eru afmörkuð og munu ekki svara spurningum um það hvar Íslendingar sem þjóð og samfélag misstigu sig.“ Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrum kjöfestueigandi hlutafjár í Landsbankanum og Straumi, í bloggfærslu á vefsíðu sinni, btb.is.

Hagnaður Eimskips 2,1 milljarður á síðasta ári

Hagnaður Eimskipafélagsins á árinu 2011 eftir skatta var um 2,1 milljarður króna og rekstrarhagnaður var um 7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Heildareignir félagsins í lok síðasta árs voru 45 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 62,3%. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að rekstrarniðurstaða ársins sé í takt við væntingar þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hérlendis og erlendis. Stefnt er að því að skrá félagið í Kauphöll Íslands fyrir lok þessa árs og er vinna við undirbúning þess í fullum gangi.

Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja - fallast ekki á rök dómara

Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í olíusamráðsmálinu til Hæstaréttar. Dómarinn hélt því fram að félögin hafi ekki átt kost á að nýta sér andmælarétt í málinu þar sem að málið hafi á tímabili einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. Því hafi félögin átt það á hættu að upplýsingar sem þau veittu samkeppnisyfirvöldum kynnu að rata á borð lögregluyfirvalda og verið notaðar gegn þeim þar. "Við þessar aðstæður var andmælaréttur stefnenda lítils virði," segir í dómnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki sé hægt að fallast á þetta og eru nokkur rök talin upp í því sambandi:

Laugar halda 300 milljónum

Rekstrarfélag World Class, Laugar ehf, sem er í eigu Björns Leifssonar, var í dag sýknað af 300 milljóna króna kröfu þrotabús Þreks ehf. Þrek ehf var upphaflega rekstrarfélag World Class og í eigu Björns en félagið fór í þrot eftir bankahrun. Eignir þess voru þá færðar inn í Laugar ehf.

Sjá næstu 50 fréttir