Telja dulin yfirráð bankanna vandamál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2012 12:00 Dulin yfirráð. Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira