Telja dulin yfirráð bankanna vandamál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2012 12:00 Dulin yfirráð. Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira