Telja dulin yfirráð bankanna vandamál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2012 12:00 Dulin yfirráð. Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira