Viðskipti innlent

Landsbankinn velur hugbúnað frá Applicon

Landsbankinn hefur fest kaup á hugbúnaði fyrir samstæðuskil og áætlanagerð frá Applicon á Íslandi, dótturfélagi Nýherja.

Applicon mun ásamt samstarfsaðilum sínum, breska fyrirtækinu OpalWaveM, annast innleiðingu hugbúnaðarins og áætlað er að kerfið verði tekið í notkun síðar á árinu.

„Lausnin, felur í sér mörg tækifæri fyrir SAP notendur, einkum fyrir millistór fyrirtæki. Virði lausnarinnar skilar sér fljótt til baka með bættum verkferlum í kringum samstæðuuppgjör og áætlanagerð," Segir Guðjón Karl Þórisson sölu- og markaðsstjóri Applicon á Íslandi í tilkynningu um málið.

"Hugbúnaðurinn SAP Business Objects BPC hefur verið ein söluhæsta vara frá SAP á undanförnum árum en Applicon hefur nýverið vottað ráðgjafa sína í uppsetningu og innleiðingu á hugbúnaðinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×