Viðskipti innlent

Undirbúa útgáfu tíu þúsund króna seðils

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, sagði í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í dag að bankinn undirbúi nú útgáfu nýs peningaseðils, en ákvæðisverð hins nýja seðils verður tíu þúsund krónur. Már sagið ástæðuna verðlagsþróun og aukið seðlamagn í umferð sem gefur nú tilefni til að meta þörfina fyrir útgáfu nýs peningaseðils með hærra ákvæðisverði.

Í ræðu sinni sagði Már meðal annars: Ákvæðisverð hins nýja seðils verður kr. 10.000 og verður hann búinn fleiri og fullkomnari öryggisþáttum en hingað til hafa verið til staðar."

Már sagði útlit seðilsins í svipuðum stíl og þeirra sem fyrir eru. „Myndefnið tengist Jónasi Hallgrímssyni en seðillinn skartar einnig lóunni," sagði hann ennfremur.

Stefnt er að því að hinn nýi seðill geti komist í umferð að hausti eða snemma vetrar 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×