Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður skoðar stofnun leigufélags

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einungis hluti af íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs er í útleigu.
Einungis hluti af íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs er í útleigu. mynd/ vilhelm.
Íbúðalánasjóður átti 1.606 eignir í lok síðasta árs, þar af eru einungis 642 í útleigu. Íbúðalánasjóður seldi 154 eignir á árinu 2011. Leigutekjur Íbúðalánasjóðs standa í dag undir öllum beinum rekstrarkostnaði fullnustu eigna öðrum en kostnaði vegna fjárbindingar, eftir því sem fram kemur í ársreikningi Íbúðalánasjóðs.

Í ársreikningnum segir jafnframt að ákvæði samkeppnislaga og staðbundið framboð leiguhúsnæðis auk ástands eigna setji sjóðnum hömlur á því hversu margar fullnustueignir sjóðsins er hægt að leigja út. Stofnun sjálfstæðs leigufélags í 100% eigu Íbúðalánasjóðs er tilathugunar en markmið með slíku félagi er að skerpa á rekstri tekjuberandi eigna og eigna í söluferli, auk þess að tryggja fullan aðskilnað á milli útlána og leigustarfsemi.

Stjórn og framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs telja það ekki vera hlutverk stofnunarinnar að vera í leigustarfsemi til frambúðar og verði stofnað leigufélag mun það verða selt frá Íbúðalánasjóði á einhverjum tímapunkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×