Hagnaður Framtakssjóðs nam 2,3 milljörðum 29. mars 2012 16:25 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóður Íslands skilaði 2.343 milljónum króna í hagnað af starfsemi sinni á síðasta ári, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010, að því er fram kemur í tilkynningu. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%. „Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði," segir ennfremur. „Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og er metið að það sé ekki undir 39,3 milljörðum króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna." Þá segir að í ársbyrjun 2011 hafi hlutur sjóðsins í Icelandair Group verið eina hlutabréfaeign félagsins. „Á árinu bættust eignarhlutir í alls 7 félögum í eignasafn Framtakssjóðsins. Þetta eru Advania, Húsasmiðjan, Vodafone, N1, Icelandic Group, Plastprent og Promens. Á árinu seldi Framtakssjóðurinn svo eignarhluti í tveimur félögum. Annars vegar 10% hlutafjár í Icelandair en sjóðurinn á eftir þau viðskipti enn 19% hlut í Icelandair Group. Hins vegar seldi sjóðurinn rekstur og eignir Húsasmiðjunnar og á nú ekki hlut í félaginu." Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands segir að síðasta ár hafi verið afar viðburðarríkt. „Sjóðurinn hefur frá stofnun átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka og hefur því sannarlega sinnt því hlutverki sem honum var ætlað." Þorkell bætir því við að eignasafn sjóðsins sé mjög gott og að færa megi rök fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins sé enn sterkari en bókfært eigið fé gefi til kynna. „Metið virði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í er um 39,3 milljarðar, en bókfært verð sömu eigna 27,2 milljarðar króna. Þessi munur endurspeglar þann árangur sem náðst hefur í fjárfestingum sjóðsins."FélagEignarhluturFSÍAdvania75%Icelandair19%Icelandic Group100%N116%Plastprent100%Promens49,5%Vodafone79% Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Framtakssjóður Íslands skilaði 2.343 milljónum króna í hagnað af starfsemi sinni á síðasta ári, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010, að því er fram kemur í tilkynningu. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%. „Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði," segir ennfremur. „Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og er metið að það sé ekki undir 39,3 milljörðum króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna." Þá segir að í ársbyrjun 2011 hafi hlutur sjóðsins í Icelandair Group verið eina hlutabréfaeign félagsins. „Á árinu bættust eignarhlutir í alls 7 félögum í eignasafn Framtakssjóðsins. Þetta eru Advania, Húsasmiðjan, Vodafone, N1, Icelandic Group, Plastprent og Promens. Á árinu seldi Framtakssjóðurinn svo eignarhluti í tveimur félögum. Annars vegar 10% hlutafjár í Icelandair en sjóðurinn á eftir þau viðskipti enn 19% hlut í Icelandair Group. Hins vegar seldi sjóðurinn rekstur og eignir Húsasmiðjunnar og á nú ekki hlut í félaginu." Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands segir að síðasta ár hafi verið afar viðburðarríkt. „Sjóðurinn hefur frá stofnun átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka og hefur því sannarlega sinnt því hlutverki sem honum var ætlað." Þorkell bætir því við að eignasafn sjóðsins sé mjög gott og að færa megi rök fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins sé enn sterkari en bókfært eigið fé gefi til kynna. „Metið virði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í er um 39,3 milljarðar, en bókfært verð sömu eigna 27,2 milljarðar króna. Þessi munur endurspeglar þann árangur sem náðst hefur í fjárfestingum sjóðsins."FélagEignarhluturFSÍAdvania75%Icelandair19%Icelandic Group100%N116%Plastprent100%Promens49,5%Vodafone79%
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira