Viðskipti innlent

Tæplega þriðjungur fer í vegagerð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.
Af þeim 55 milljörðum sem hið opinbera tekur af bílum og þjónustu yfir þetta ár má ætla að um sextán milljarðar fari til vegagerðar. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur ræddi um hátt bensínverð og mikla skattheimtu af bensíni í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Dregið hefur úr akstri að undanförnu vegna þess hversu hátt bensínverðið er. Runólfur segir að ef ríkið myndi lækka hlutdeild sína í bensínverðinu myndi neysla aukast og ríkið þannig fá það sama í sinn hlut. „Ég er alveg sannfærður um það og við höfum mælanlegar upplýsingar um það," segir Runólfur og bendir á niðurstöður skoðanakannanna máli sínu til stuðnings. „Fólk er að draga við sig að fara í sumarhús og fara í ferðir til ættingja og vina út fyrir þetta hefðbundna dreifbýli. Þannig að það myndi örva þjónustu og aftur örva starfsemi í byggðunum í kringum dreifbýliskjarnana," segir Runólfur.

Verð á 95 oktana bensíni er nú komið upp í rúmar 262 krónur, þar sem það er ódýrast og dísellitrinn er einni krónu dýrari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×