Viðskipti innlent

Raunverulegar stórborgir í nýjum tölvuleik CCP

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti fjölspilunarleikinn World of Darkness á Fanfest hátíðinni í Hörpu um helgina. Í leiknum fara spilarar í gervi vampíra og berjast um yfirráð yfir helstu stórborgum veraldar.

World of Darkness hefur verið í þróun síðustu ár. CCP frumsýndi myndskeið úr leiknum í Hörpunni á laugardaginn en þar var sýndarheimur tölvuleiksins kynntur.

Stórborgir líkt og London, París og New York koma til með að spila stórt hlutverk í tölvuleiknum. Spilarar munu læðast um stræti borganna og leggja á ráðin um yfirráð yfir svæðum þeirra.

Margt er þó á huldu um World of Darkness. Ljóst er að sýndarheimur tölvuleiksins er yfirfullur af blóðþyrstum vampírum en fátt annað er vitað.

Það er þó ljóst að World of Darkness verður svokallaður „sandbox" tölvuleikur. Það þýðir að spilarar munu stjórna atburðarásinni sjálfir og geta ferðast um sýndarheiminn óheftir.

Hægt er að sjá brot úr World of Darkness hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×