Viðskipti innlent

Launakostnaður Seðlabankans hækkað um tæp 20 prósent

Í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2011 kemur fram að launakostnaður bankans hækkaði um 19% frá árinu 2010. Laun hækkuðu þannig úr kr. 1.046.445.000 árið 2010 í kr. 1.244.203.000 árið 2011. Þetta kemur fram á vefritinu Andriki.is

Þar segir að þegar tekið er tillit til þess að starfsmönnum fjölgaði úr 147 í 161 milli ára hafa meðallaun starfsmanna bankans hækkað um 8,6%.

Svo segir í greininni: „Þessi hækkun gæti þó verið vanmetin því Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt bankanum vegna launahækkunar sem hann telur sig eiga inni. Már krefst 25% hækkunar launa sinna."

Þá er annað sem vekur athygli Andríkis, sem er að þegar launakostnaður bankans er skoðaður er hlutfall lífeyrisgreiðslna af launagreiðslum. Í flestum fyrirtækjum landsins er þetta hlutfall 10%. Vinnuveitandi greiðir 8% í sameignarsjóð og 2% í séreignarsjóð, samtals 10%. Hjá Seðlabanka Íslands er þetta hlutfall 13,7%.

Það virðist því sem bankinn greiði starfsmönnum sínum að meðaltali nær tvöfalt hærra mótframlag í séreignasjóð en venjulegt launafólk fær.

Hægt er að skoða grein Andríkis hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×