Viðskipti innlent

Veltan í viðskiptum með atvinnuhúsnæði nær tvöfaldast

Veltan í viðskiptum með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu nær tvöfaldaðist milli ára í febrúar s.l.

Þannig voru 69 kaupsamningum og afsölum þinglýst í höfuðborginni í febrúar s.l. og nam fasteignamat seldra eigna tæplega 4,9 milljörðum króna. Í febrúar í fyrra var um 43 samninga að ræða og fasteignamat þeirra nam tæplega 2,6 milljörðum króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Veltan í þessum viðskiptum utan höfuðborgarinnar jókst einnig verulega. Hún nam tæplega 1,6 milljörðum kr. í febrúar ár á móti rúmlega 900 milljónum kr. í sama mánuði í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×