Viðskipti innlent

Seðlabankinn skilaði 11,5 milljarða hagnaði í fyrra

Seðlabankinn skilaði 11,5 milljarða króna hagnaði á síðasta ári eftir skatta. Þetta er mikill viðsnúningur til hins betra hjá bankanum en árið áður varð 5,7 milljarða króna tap á bankanum.

Fjallað er um afkomu Seðlabankans í ársskýrslu hans. Þar kemur fram að framlag bankans til ríkissjóðs var tæplega 3,5 milljarðar króna vegna starfsemi bankans í fyrra.

Þá segir að gengishagnaður bankans í fyrra var tæplega 7,5 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×