Viðskipti innlent

Kauphöllin: Hagar yfir 18 og Icelandair yfir 6

Hækkanir hafa einkennt flest félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hefur gengi bréfa smásölurisans Haga hækkað um 0,55 prósent er gengi bréfa nú 18,15, en þegar félagið var skráð á markað var gengi bréfa 13,5. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað 1,16 prósent og stendur gengið nú í 6,1. Þegar Icelandair var endurskráð eftir endurskipulagningu á fjárhagnum, var gengi bréfa félagsins 2,5.

Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 1,02 prósent og stendur nú í 148,5. Þá hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 0,49 prósent og stendur gengi bréfa félagsins í 204.

Sjá má ítarlegar markaðsupplýsingar inn á markaðsupplýsingavef Vísis og Keldunnar, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×