Viðskipti innlent

Krónan fellur mest gagnvart dollar af öllum gjaldmiðlum heimsins

Íslenska krónan hefur fallið mest gagnvart bandaríkjadollar af öllum gjaldmiðlum heimsins það sem af er þessu ári. Það er gjaldmiðla bæði þróaðra og nýmarkaðsríkja.

Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að íslenska krónan hafi fallið um 3,4% gagnvart dollaranum. Næst á eftir krónunni kemur argentínski pesóinn en hann hefur fallið um 1,7% gagnvart dollaranum.

Þeir gjaldmiðlar sem hafa styrkst mest gagnvart dollaranum á þessu tímabili eru forintan í Ungverjalandi og zlotyið í Póllandi en báðir þessir gjaldmiðlar hafa styrkst um rúmlega 10% gagnvart dollaranum.

Evran hefur styrkst um 0,6% gagnvart dollaranum, nýsjálenski dollarinn um 3,2% og norska krónan um 2% á árinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.