Viðskipti innlent

Greining Íslandsbanka: Mars til mæðu

„Helstu efnahagstíðindi marsmánaðar voru þessi: Krónan lækkaði, verðbólgan jókst, vextir Seðlabankans voru hækkaðir, gjaldeyrishöftin voru hert, ríkisstjórnin lagði til hækkun skatta, íbúðaverð lækkaði, gjaldeyriseftirlit Seðlabankans gerði húsleitir og Íslendingar urðu svartsýnni (virkilega!). Miðað þessa upptalningu er ljóst að þrautargöngu eftirhrunsáranna er ekki lokið. Vorið í íslenskum þjóðarbúskap er kalt að þessu sinni.“

Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í dag, þar sem fjallað er um efnahagsleg tíðindi úr þessum mánuði og stöðu efnahagsmála.

Fram kemur í morgunkorninu að hóflegur efnahagsbati muni halda áfram, samkvæmt flestum spám, en samkvæmt spá Hagstofu Íslands verður hagvöxtur á þessu ári 2,6 prósent.

Sjá má umfjöllun í morgunkorni Íslandsbanka hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×