Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita JMG skrifar 28. mars 2012 19:24 Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira