Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita JMG skrifar 28. mars 2012 19:24 Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent