Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2012 18:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira